Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 10
144 NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN finnst hér og hvar í fjalllendi Mið-Evrópu og í hálendi Skandina- víu, allt norður á Austur-Finnmörk. Viola silvestris Relib. var. spp. Ég get ekki iálið hjá líða að minnast lítillega á þessa tegund i sambandi við nýfundnar tegundir, enda þótt hún væri kunn að nafninu til áður en ég fann hana á nýjum stöðum. Danskur náttúrufræðingur, J. Steenstrup, sem ferðaðist hér um land 1839—’40 telur V. silvestris fundna á 2 stöðum, í Krísu- vík á Reykjanesi S. og á Snæfjallaströnd NV. Síðan hefir tegundin ckki fundizt á þessum stöðvuin né í nánd við þær, og liafa því sumir grasafræðingar álitið að eittlivað mundi bogið við þenna fund. En sumarið 192(i safnaði ég norðanlands liæði í Hvalvatnsfirði og Þorgeirsfirði fjótutegund, sem mér virtist ganga næst V. silvestris að litliti. Og tatdi ég, að ég hefði með þessu staðfest fundi Steenstrup. Og það því fremur sem vaxtarskilyrði i Fjörðum og á Snæfjallaströnd eru mjög lík. 1927 finn ég svo þessa sömu tegund bæði i Reyðarfirði og Norð- firði Au. En þegar svo nafngift plöntunnar á að fara fram með mikilli nákvæmni, kemur í ljós, að tegundin á livergi fast sæti í „ríki Flóru“, og þannig er ástall enn. I „Botany of Iceland and the Færoes“ er tegundin nefnd V. Riviniana, enda þótt liinn skarp- skyggni, danski grasafræðingur, C. H. Ostenfeld og sömuleiðis þýzkur fjólusérfræðingur væru nýbúnir að kveða upp þann dóm, að tegundina bæri að telja sem afJirigði af V. silvestris. Sýnir þetta bezt, hve skoðanir manna eru skiptar um þetta atriði. Ég hefi gert mér far um að athuga gaumgæfilega öll þau eintök, sem ég liefi safnað, og gel ég ekki betur séð, en þau beri að telja öll til Viola silvestris var spp. eða skógfjólunnar, en alls ekki Riviniana. Og hér við situr. Væri mjög æskilegt, að plöntusafnendur gerðu sér far um að Ieita uppi tegund þessa á nýjum stöðum. Er liennar helzl að vænta í gras- eða lynghrekkum fremur lágt yfir sjó og þar sem snjóþimgt er á vetrum. Þá hefi ég fundið allmörg ný afbrigði fyrir Island, og skal ég geta hér liinna lielztu þeirra:

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.