Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 iil að standast þurk og kuida. — Margar fjalljurtir þola mikinn kulda. Lambagrasþúfa hefir verið lálin inn í isstykki og gadd- frosið þar, en komið óskemmd úr þeirri raun. Fjallasmári hefir revnzt þola 19° frost á herangri. Kuldaþol þessarra tegunda virð- ist standa í sambandi við þá slaðreynd að mikið er af sykri í frumum þeirra. Ekki eru samt allar l'jallajurtir sérlega kulda- þolnar. Snjórinn verndar margar jurtir að vetrinum, án lians mundu þær frjósa í hel. Snjórinn hlífir ekki einungis gegn kulda, lieldur ver líka fyrir ofþornun og næðingum. Jafnvel þunnt snjó- lag hlífir jörðinni fyrir talsverðum frostakafla að vetrinum. í fjaillendi og norðlægum löndum liggur %—1 m þykkur snjór stundum alllengi á stórum svæðum. Undir skaflinum lialda þá jurtirnar áfram að vaxa og koma skrúðgrænar undan snjónum að vorinu. Er það alkunnugt á íslandi í útkjálkasveitum. Þess vegna er alls ekki víst, að jurt ofan úr háfjalli þoli að vaxa á her- angri niður á láglendi, þótt undarlegt kunni að virðast í fljótu bragði. Helzt þola slikt þúfujurtir t. d. liollasóley og steinbrjót- ar og dvergrunnar með leðurkenndum blöðum eins og sortulyng eða þá mjög smáblaðaðir runnar, einir, krækilyng o. fl. Margar fjallajurtir þola illa þurrka á sumruni og kalda storma á veturna. Frostið í jarðveginum rænir raka úr moldinni. Vindarnir setja loftið í hreyfingu, flytja rakaloftið burtu og flýta þannig fjæir út- gufun úr jurtum. (Eins og þegar við blásum á beitan mat). Verð- ur ofþornun oft jurtunum að bana. Er það algengt á Islandi, t. d. á trjágróðri, þar sem næðingssamt er. Gróðurinn leilar ýmissa bragða til að draga úr útgufuninni. Hárin sem gera grávíðir og' loðvíðir sérkennilegan að lit, eru mikil vörn gegn ofmikilli útguf- un. Þúfuvöxtur steinbrjótanna, lambagrassins o. fl. veitir sams- lconar vörn. Af sömu ástæðum er fjallagróðrinum hentast að hrevkja sér ekki hátt, enda er Iiann venjulega lágur í loftinu. Franski grasafræðingurinn Bonnier gerði vaxtarstaða-tilraunir á allmörgum jurtategundum. Hann ræklaði sömu jurtirnar hæði á láglendi og upp til fjalla til að sjá muninn, sem ólík kjör höfðu í för með sér. Tegundirnar urðu jafnan mun lágvaxnari lil fjalla, náðu slundum aðeins 1/10 af láglendishæð sinni og urðu lílca oft loðnari en ella. En ræturnar rýrnuðu engan vegin að sama skai>i uppi í fjalllendinu. Yfirborð þeirra reyndist tiltölulega stærra þar en niðri á láglendinu. Blóm fjallajurta eru líka blutfallslega stór. Þau verða jafnvel stundum stærri þar, heldur en blóm sömu teg- unda i lágsveitum (steinbrjótar o. fl.). Norðlæg lönd jafngilda að mestu fjalllendum suðlægari landa að þessu leyti.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.