Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 30
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lieiftúðugar deilur slóðu áratugum saman um það, Iivort lirossa- gaukurinn hneggjaði með raddfærunum eða vængjunum eða livorl lineggið væri „Vokalmusik“ eða „Instrumentalmusik“. Fuglafræðingar, veiðimenn og aðrir áhugamenn um þetla mál, skipuðu sér í tvo flokka, sem kallaðir voru hálshneggjarar og vænglmeggjarar, og milli þessara tveggja andstöðuflokka stóðu hinar harðvítugustu deilur. í herhúðum vænghneggjara skiptust menn aftur í smærri flokka, sem deildu innbyrðis uin einstök atriði varðandi kenningu þeirra. Þess gerist ekki þörf að fara nánar út í þessa dcilií hér, enda var hún oft og tíðum Iiáð meira af kappi en forsjá. Það cr þó athyglisvert, að vænghneggjarar skyldu ekki korna auga á þá veilu í röksemdafærslu Naumanns, að það væri alls ekki erfitt fyrir mann með góða sjón að greina hinar hröðu sveiflur flugfjaðra- oddanna, og að ganga úr skugga um að þær væru orsök hneggs- ins. En sannleikurinn er sá, að sveiflur elaslisks líkama, sem eru nægilega hraðar til þess að mynda greinanlegt hljóð, sjást alls ekki úr 40 -50 m fjarlægð, meira að segja ekki í kíki, eða með öðrum orðum: sveiflur, sem sjást greinilega úr slíkri fjarlægð, geta ekki framleitt greinanlegt hljóð. Endalok heggja þessara kenninga urðu loks þau, að þær voru báðar drepnar af einni prentvillu, eða svo má að minnsta kosti að orði komast. Svo bar við að árið 1810 kom út rit um fugla- veiðar eftir Þjóðverjann Ziegler, og hét það ,,Die Federvvildjagd“. í riti Jiessu vitnar Ziegler í ]iá kenningu Naumanns, að hnegg hrossagauksins myndisl við sveiflur flugfjaðraoddanna, en i stað flugfjaðraoddanna (á þýzku: Schwungfederspitzen) stendur i riti þessu stélfjaðraoddanna (á þýzku: Schvvanzfederspitzen), og er hér inn ])rentvillu að ræða. Þetta varð að vísu ekki til þess, að strax kæmi fram ný kenning um lmeggið, en ekki er það ólíklegt, að þessi prentvilla hal'i samt orðið lil þcss, að mönnuin datl stélið yfirleitt í lmg í þessu sambandi. Að minnsta kosti kemur Þjóð- verjinn Altum frain með þá kenningu árið 1855 að sveiflur stél- l'jaðranna séu orsök hneggsins, og rökstuddi hann þessa kenn- ingu sína með ýmsum athugunum og rannsóknum, er liann hafði gerl. Við þetla vaknaði aftur álmgi manna fyrir málinu og deilur blossuðu upp að nýju þar sem nú bæltist þriðji flokkurinn, stél- hneggjarar, við þá tvo sem fyrir voru. Stéllmeggjarar færðu þó brátt svo mikil rök fyrir kenningu sinni, að báðar eldri kenning- arnar misstu smám saman fylgi silt. Það var Svíinn Meves, sem fyrstur reyndi að sanna kenningu

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.