Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169 4. mynd. Stélrót hrossagauksins. Myndin sýnir vöðvaknippin, sem grípa fram á fjöðurstafi yztu stélfjaðranna. (Rahr, 1907). og að sumu leyti ólíkt lmeggi lirossagauksins okkar. Á öðrum hrossagaukstegundum aftur á móti, svo sem Canella media og Limnocryptes minimus, sem báðar eiga heima í Evrópu og Asíu, eru engar af stélfjöðrunum breyttar eða ummyndaðar, og þessar tegundir geta ekki heldur hneggjað. Það er langt frá því að „Instrumentalmusik“ hliðstæð hneggi hrossagauksins sé mjög sjaldgæft fyrirhrigði í dýraríkinu. Má í því sambandi minna á suð maðkaflugunnar og annarra flugna, og liljóð þau, sem engispretturnar, trjásögnvurnar og fleiri skor- dýr gefa frá sér. Hnegg hrossagaukstegundanna er ekki heldur einstætt dæmi um „Instrumentalmusik“ í fuglaríkinu. Það er t. d. kunnugt að einstakar tegundir af ýmsum öðrum flokkum fuglarikisins gela framleitt sérkennileg liljóð með flugfjöðrun- um, sem þá eru alltaf meira eða minna breyttar og ummyndað- ar með lilliti til þessa hutverks þeirra. Samkvæmt því, sem hér hefir verið skýrl frá um rannsóknir og skýringar á hneggi hrossagauksins, er vart hægt að gefa aðra skýringu á frásögnum þeirra, er telja sig hafa heyrt lirossagauk- inn hneggja á jörðu niðrí, en að jþeir hafi lengt saman óvenju- legt eða sérkennilegt athæfi fugls á jörðu niðri og hnegg fugls. er var að leika listir sínar í loftinu yfir þeim, án þess að þeir kæmu auga á hann. Það munu margir kannast við það, að þó að maður lieyri hrossagaukshnegg skýrt og greinilega, getur samt oft verið erfitt að koma auga á fuglinn, sem það stafar frá, enda getur hann verið í svo mikilli hæð, að hann sýnist ekki stærri en fluga, og auk þess getur ský hulið hann sjónum manns. 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.