Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 10
152
NÁTTÚRUFRÆÖlNGURlNN
una. Er við höfðum skammt gengið, syrti þokuna.'svo að við urðum
að ganga eftir áttavita. „Bungan“ er langur snjóhryggur, sem endar
allbratt að sunnanverðu, og er þar klettabrún lítil upp úr snjónum,
en allmikil sprunga meðfram henni. Ofan á hákollinum var svartur
vikurskafl ofan á hjarninu. Vestan undir bungunni er allmikill
slakki, sem gengur norður í jökulinn og endar þar í talsvert bröttum
botni. Útsýni fengum við ekkert vegna þoku. í tjaldstað komum
við aftur kl. 22 í þoku og súld.
Föstudaginn 30. júli. Um nóttina liafði fallið 7 cm. djúpt snjóföl
á jökulinn. Hiti var um frostmark og veður kyrrt, en j>oka í kring,
svo að skyggni var ekki nema 500—2000 m.
Um daginn grófum við 540 cm. djúpa snjógryfju í jökulinn, bæði
til ]>ess að sjá, hvernig snjólagið væri og hversu djúpur snjórinn væri
frá síðasta vetri. í snjónum skiptast á lárétt lög úr misjafnlega stór-
kornóttum snjó, en milli þeirra eru þunn lög úr glærum ís. í jjessari
gryfju voru aðallega sex 1—3 cm. þykk íslög, en auk þeirra voru
mörg næfurþunn íslög í sumum snjólögunum. Hin glæru íslög eru
oftast minjar um þíðviðri eða hlákur að vetrinum, en þynnstu lögin
geta verið lítils háttar skaramyndun eftir sólbráð. í 400 cm. dýpt
varð fyrir brúnleitt, 12 cm. þykkt lag úr grófum snjó, og ætluðum
við, að J^ar mundi vera yfirborð jökulsins frá haustinu áður. Undir
jn'í var 10 cm. lag úr þurrum, stórgerðum kristalsnjó, og loks 3 cm.
íslag í botni gryfjunnar. Eftir fyrri reynslu frá Vatnajökli taldi eg
mjög sennilegt, að snjófyrningar frá vetrinum væru um 400 cm. á
jiykkt í lok júlímánaðar, þótt eg hafi nú ástæðu til að efast um, að
við höfum í raun og veru komizt til botns í vetrarsnjónum, eins og
nánar verður drepið á síðar í jiessari grein.
Laugardaginn 31. júli. Um morguninn var komið bjart veður og
kyrrt sem fyrr. Hiti var 0.8 st. undir frostmarki, en hafði komizt
í -f- 3 st., þegar kaldast var uin nóttina. Skíðafæri var ágætt. Við
vorum þarna staddir í víðri jökulkvos. Suður undan var langur,
ávalur jökulhryggur, og tókum við stefnu á vesturöxl hans, er við
héldum af stað frá tjalclinu kl. 8.30 um morguninn.
Suðurhryggurinn er einna hæstur um miðjuna, og mætti kalla
[^ar Hábungu, en vestar mótar fyrir tveim örlítið lægri bungum,
Miðbungu og Vesturbungu.
Við tókum stefnu á Vesturbungu og hlóðum snjóvörðu í slakkan-
um við rætur hennar, vegna væntanlegra mælinga. Uppi á bung-
unni var mæld 200 m. löng ,,grunnlína“. Mældi Steinþór síðan af-