Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 15
NATTURUFRÆÐINGURINN ! 59 mætti þá mæla á stöngunum, hve mikill snjór hefði safnazt á jökul- inn og að sama skapi næsta haust, hve mikil leysingin hefði orðið á sumrinu. Með endurteknum hornamælingum ætti einnig að sjást, hve mikið stengurnar hefðu færzt úr stað, m. ö. o. rennsli og hraði jökulsins. Eftir heimkomuna lagði Steinþór þetta mál fyrir Rannsóknarráð ríkisins og fékk heimild til að verja nokkru fé til undirbúnings rann- sókna á Kötlusvæðinu. Þess má geta, að allar slíkar rannsóknir eru örðugri og tímafrekari en í fljótu bragði mætti ætla, vegna þess hve veðurskilyrði eru alla jafna erfið á jöklinum. Og þessar fyrirhuguðu rannsóknir á Mýrdalsjökli eru einhverjar erfiðustu jökulrannsóknir, sem nokkurs staðar hefur verið stofnað til. En þeim þarf helzt að lialda áfram fram yfir næsta Kötlugos, sem má iara að búast við eftir 20—30 ár, ef að vanda lætur. 5. Veðurfar og úrkoma á Mýrdalsjökli. Veðurfar í Mýrdal er mjög svipað því, sem er sunnan undir Vatnajökli. Úrkoma á Fagurhóls- mýri í Öræfum er að meðaltali 1886 mm. á ári, en í Vík í Mýrdal er úrkoman 2173 mm. á ári, þar af 731 mm. á tímabilinu maí—sept., en 1442 mm. á tímabilinu okt.—apríl, þegar megnið af úrkomunni safnast fyrir sem snjór á jöklinum. Á Vatnajökli, vorið 1936, mældist snjódýptin eftir veturinn 540 cm. í 1345 m. hæð, er svara mundi til 2770 mm. af vatni. Þar voru snjófyrningar frá árinu áður, 1934—35, um 340 cm., og svarar það vel til þess, sem við fundum á Mýrdals- jökli. 6. Eldvarp Kötlu. Eins og þegar er vikið að, sér engan greinilegan stað gossöðvanna í Kötlugjá, eins og nú standa sakir. Þó er furðu mikil skál í jökulhjarnið í norðvesturhorni jökulslakkans ofan við Kötlukverkina. Af miðunum frá síðasta gosi, af lýsingu Austmanns prests og lýsingum þeirra Jóns Olafssonar, kennara, og Haralds í Kerlingardal, er fóru upp að Kötlu vorið 1919, er enginn efi á því, að aðaleldvarpið er h. u. b. beint norður af Hábungu á suðurhryggn- um, en frá því opnast sennilega krókótt eldsprunga til norðausturs og síðan norður á bóginn í stefnu á Austmannsbungu, eða ef til vill upp í slakkann vestan undir henni. Hitt er svo ekki heldur víst, að eldvarpið sé nákvæmlega á sama stað í einu gosi til annars, og stund- um virðast gosmekkirnir vera tveir og jafnvel þrír samtímis. 6. Jökladeilin milli Kötlujökuls að austan og Sólheimajökuls að vestan eru hvorki breið né greinilega mörkuð. Virðist þvi ekki þurfa miklu að muna til þess, að lilaup geti farið vestur í Sólheimajökuls- lægðina. Sennilega hefur þetta tíðum gerzt í fyrndinni, er S'ólheima-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.