Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 7
NATTURUFRÆfMNGURINN 1;>1 um við nú að grafa okkur snjóhelli í jökulinn, því að tjaldið var ekki sterkt og mjög þröngt í því fyrir fjóra. Við grófum fyrst um 3 m. djúpa gryfju og holuðum íshelli inn úr henni, um 4 m.2 að vídd og 1.75 m. á hæð. Var þetta hið erfiðasta verk og sóttist seint, því að snjórinn var þéttur fyrir og mörg hörð íslög í honum. Síðan gerðum við hvelfingu úr snjóhnausum yfir gryfjuna, svo að eínungis var lítið op yfir tröppum, sem upp úr henni lágu — undan veðrinu. Veðrið harðnaði, þegar leið á daginn, og var kominn SA-stormur (9 vindstig) með slyddu og snjókomu á vízl um þær mundir, sem við liöfðum lokið verkinu, en þá var kl. orðin 10 að kvöldi. Síðan bjuggumst við fyrir í helli okkar og sofnaðist ágætlega. Mánudaginn 26. júlí var veðrinu slotað, en SA-kaldi, þoka og súld hélzt allan daginn. Lágum við um kyrrt í snjóhellinum og höfð- um notalega vist en fremur þrönga. Þriðjudaginn 27. júlí snerist vindur til NA, og létti dálítið til um hádegisbilið. Þá var 3 st. hiti, en þó fjúkslitringur. Færi var slæmt. Kl. 4 síðdegis var aftur komin þokusúld. Varð því eigi hugsað til ferðar þann dag. Stækkuðum við því íshellinn og bjuggum betur um okkur. í upprofinu, sem varð eftir hádegið, mældi Steinþór afstöðu frá íshellinum á jökulbungurnar austur undan og Eyjafjallajökul. Miðvikudaginn 28. júlí. Hæg SA-átt. Þokuruðningur á jöklinum og rigning með köflum. Hiti 1—2 st. Um miðaftansbil greiddi til og hætti að rigna. Bjuggumst þá til ferðar og héldum af stað kl. 8 sd. í stefnu á Goðabungu. Reyndist hún brött, og sprungur allmiklar voru til trafala. Þegar við vorum komnir langleiðis upp á bunguna setti aftur yfir þokusúld. Héldum áfram austur yfir hábunguna eftir áttavita. Tók smám saman að halla undan fæti. Kl. eitt um nóttina námum við staðar og tjölduðum á sléttu hjarni í kolsvartaþoku og hægviðri. Höfðum þá gengið um 10 km. frá íshellinum. Fimmíudaginn 29. júlí. Kl. 8 um morguninn vöknuðum við við sólskin á tjaldinu, en slíkri morgunheimsókn vorum við orðnir óvanir. Úti var logn og heiðmyrkur. Sólskin. en þoka í kring, — loft- vog sýndi þarna uppi 643 mm., og svarar það til h. u. b. 1200 m. hæðar yfir sjávarmál, hiti var 1 st. í lofti en -f-0.8 í snjóskorpunni. Við héldum okkur heima við tjaldið, þurrkuðum föt okkar og viðruðum svefnpoka, sem voru orðnir rakir eftir vistina í íshellin- um. Annað veifið svifaði þokan svolítið til, og grillti þá í jökulbungu h. u. b. í háaustri (misvísandi), og aðra í suðaustri. Um miðaftans- bil rofaði til, og héldum við þá af stað lausgangandi austur á bung-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.