Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 20
162
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hann mætir Kötlujökli móts við eystri enda Huldufjalla. Mætti
nefna jökul þennan Huldujökul, því að hann er alveg liulinn, unz
komið er fram á dalbarminn. Huldujökull er hreinn og hvítur, og
stingur hann því mjög í stúf við Kötlujökul, þar sem þeir mætast.
Ferðin gekk greiðlega upp eftir. Hlóðum við mælingavörðu á
1009 m. háum klettakolli í suðurbarmi Kötlukverkar, SSA af Eystra-
Kötlukolli. Er varðan 2 m. í þvermál og 1.8 á hæð. Klettakollur þessi
er á rana eða stalli, sem virðist vera framhald Huldufjalla. Gengur
allbrattur skriðjökull fram yfir ranann, milli vörðukollsins og
Huldufjalla, og yddir á smásker upp úr honum.
Heimleiðis gengum við fyrir botn Huldujökuls og eftir dalbarm-
inum að sunnan, síðan njður með Kötlujökli að upptökum Re-
mundargils. Þar hljóp flóð yfir í Kötlugosinu 1823 og kom fram úr
Remundargili að sunnan. Lentum í myrkri og tölðumst af gilja-
flækjum, en komumst loks fram á sand vestan undir Vatnsrásar-
höfði. Þaðan var greiðfarin leið heim í tjald.
Mánudaginn 16. ágúst. Um 10-leytið kom bifreið til að sækja okk-
ur. Komum við í Kerlingardal og höfðum tal af Haraldi bónda Ein-
arssyni, en hann er manna kunnugastur á Höfðabrekkuafrétti, og
vorið 1919 gekk hann á Mýrdalsjökul til að atliuga gosstöðvarnar,
eins og áður er getið. í Vík höfðum við tal af Gísla sýslumanni
Sveinssyni. Benti liann okkur á mið, sem lekið var á gosmökkinn
1918. Bar Jiann þá við „hakið“ á Höttu og austurhorn barnaskólans
úr Víkurfjöru. Mældi Steinþór þessa stefnu síðan í afstöðu til fastra
kennileita. Að svo búnu ókum við út að Jökúlsá á Sólheimasandi og
tjölduðum undir Loðmundarsæti.
Síðar um daginn mældum við breytingar á Sólheimajökli. Auk
þess mældi Steinþór legu jökulsporðsins og afstöðu helztu kennileita
í grennd við hann.
Næsta morgun héldum við heim.
Þriðja ferð á Mýrdalsjökul 1943.
Þessi ferð var farin til þess að setja upp snjómælingastengur á
hjarnsvæði Kötlujökuls. Var ráðgert að setja þær aðallega í þrjár
raðir frá S til N og væru 2 km. milli raðanna. Stengurnar voru 4 m.
langar úr hefluðum harðviði (hickory) og 5/4x5/4 þuml. að gild-
leika. Með því að skeyta 2 m. löngurn bút á liverja stiku og reka þær
um 1 m. niður í snjóinn, gat hver stöng staðið um 5 metra upp úr
jökli. Með hliðsjón af gryfjunni í tjaldstað III (sjá dagbók 30. júlí).