Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 8
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN með pjönkur okkar. Urðum að vaða Kverná og þótti hún köld, og ennþá verra að stikla berfættir á grjótinu. Þannig fer oftast kyrr- setumönnum fyrst í stað. — Um nóttina gisturn við á Ytri-Skógum í góðu yfirlæti. Laugardaginn 24. júlí. Lögðum af stað frá Skógum um 10-leytið með 4 hesta undir trússum. Sleði og skíði voru á einum hesti, en matarkassar, tjald, svefnpokar og fatnaður á hinum. Túnbrekkan ofan við Skógabæinn er mjög brött og illt að fara þar upp með óþægilegar klyljar, en úr því, að upp á brúnina er komið, verður lieiðin sléttlend og greiðfær. Framan til í heiðinni eru grösugar valllendisbungur og víða há moldarbörð, en síðan taka við greið- f'ærir melar. Við héldum upp með eystri kvísl Skógaár, sem kemur undan jökuljaðrinum suðaustur af Fimmvörðuhálsi. Yfir kvíslina komumst við á snjóbrú uppi undir jökli og stefnudum síðan sniðhallt upp jök- ulinn, sem var allbrattur, en ósprunginn og hulinn snjó alveg ol'an á jaðar. Námum við staðar á háhrygg jökulsins um 1 km. austur af Fimmvörðuhálsi. Veður var kyrrt, en þokudrungi í lofti. Sást óglöggt niður á norðurbrrm jökulsins, þar sem hann fellur fram af brattri brún niður í innstu kverk Goðalands. Voru stórskornar jökulsprung- ur á brúninni, en upp frá henni rís jökuldyngja sú hin mikla og fagia, sem eg hafði áður séð af suðurbungu Mýrdalsjökuls. Mætti ef til vill nefna hana Goðabungu. Hún er í austur frá Fimmvörðu- liálsi. Sunnan við liana sá í slakka. Þar eru aðalupptök Sólheima- jökuls. Flandan slakkans sá í vesturendann á suðurhrygg Mýrdals- jökuls, upp af Klifandijökli. Við settum nú sleðann saman. Það var nýr Nansenssleði, 2.5 m. á lengd, bundinn saman með ólum úr svínsleðri. Á hann hlóðum við öllum farangrinum, sem vóg um 200 kg., og héldum af stað austur eftir jökulhryggnum í stefnu á Goðabungu. Fylgdarsveinn okkar hélt heimleiðis með hestana. Vindur var hægur S og dálítil þokusúld. Urðum við að klæðast olíufötum og sóttist seint dráttur- inn, enda vorum við óvanir, en færi fremur þungt. Um 6-leytið tjölduðum við skammt vestan við rætur Goðabungu, eftir 2—3 km. göngu. Sunnudaginn 25. júlí héldurn við úr tjaldstað um 10-leytið. Vind- ur var hægur SA, hiti 3 stig og úðarigning. Eftir 3 km. göngu vorum við komnir að rótum bungunnar og tók að þyngjast fyrir fæti. Herti þá og veðrið, svo að við urðum að nema staðar. Var liiti kominn niður á frostmark eða heldur undir og dálítill snjóhreytingur. Tók-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.