Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 8
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN með pjönkur okkar. Urðum að vaða Kverná og þótti hún köld, og ennþá verra að stikla berfættir á grjótinu. Þannig fer oftast kyrr- setumönnum fyrst í stað. — Um nóttina gisturn við á Ytri-Skógum í góðu yfirlæti. Laugardaginn 24. júlí. Lögðum af stað frá Skógum um 10-leytið með 4 hesta undir trússum. Sleði og skíði voru á einum hesti, en matarkassar, tjald, svefnpokar og fatnaður á hinum. Túnbrekkan ofan við Skógabæinn er mjög brött og illt að fara þar upp með óþægilegar klyljar, en úr því, að upp á brúnina er komið, verður lieiðin sléttlend og greiðfær. Framan til í heiðinni eru grösugar valllendisbungur og víða há moldarbörð, en síðan taka við greið- f'ærir melar. Við héldum upp með eystri kvísl Skógaár, sem kemur undan jökuljaðrinum suðaustur af Fimmvörðuhálsi. Yfir kvíslina komumst við á snjóbrú uppi undir jökli og stefnudum síðan sniðhallt upp jök- ulinn, sem var allbrattur, en ósprunginn og hulinn snjó alveg ol'an á jaðar. Námum við staðar á háhrygg jökulsins um 1 km. austur af Fimmvörðuhálsi. Veður var kyrrt, en þokudrungi í lofti. Sást óglöggt niður á norðurbrrm jökulsins, þar sem hann fellur fram af brattri brún niður í innstu kverk Goðalands. Voru stórskornar jökulsprung- ur á brúninni, en upp frá henni rís jökuldyngja sú hin mikla og fagia, sem eg hafði áður séð af suðurbungu Mýrdalsjökuls. Mætti ef til vill nefna hana Goðabungu. Hún er í austur frá Fimmvörðu- liálsi. Sunnan við liana sá í slakka. Þar eru aðalupptök Sólheima- jökuls. Flandan slakkans sá í vesturendann á suðurhrygg Mýrdals- jökuls, upp af Klifandijökli. Við settum nú sleðann saman. Það var nýr Nansenssleði, 2.5 m. á lengd, bundinn saman með ólum úr svínsleðri. Á hann hlóðum við öllum farangrinum, sem vóg um 200 kg., og héldum af stað austur eftir jökulhryggnum í stefnu á Goðabungu. Fylgdarsveinn okkar hélt heimleiðis með hestana. Vindur var hægur S og dálítil þokusúld. Urðum við að klæðast olíufötum og sóttist seint dráttur- inn, enda vorum við óvanir, en færi fremur þungt. Um 6-leytið tjölduðum við skammt vestan við rætur Goðabungu, eftir 2—3 km. göngu. Sunnudaginn 25. júlí héldurn við úr tjaldstað um 10-leytið. Vind- ur var hægur SA, hiti 3 stig og úðarigning. Eftir 3 km. göngu vorum við komnir að rótum bungunnar og tók að þyngjast fyrir fæti. Herti þá og veðrið, svo að við urðum að nema staðar. Var liiti kominn niður á frostmark eða heldur undir og dálítill snjóhreytingur. Tók-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.