Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 12
154
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
næsta Kötlugosi. Að þessu sinni skorti okkur þó flest, senr þurfti til
slíkra rannsókna.
Sunnudaginn 1. ágúst. Kl. 7 um morguninn var kyrrt verður,
himinn skafheiður og 2 st. frost. Um nóttina hafði lágmarksmælir
sýnt -f- 6.7 st.
Þennan dag var ferðinni lieitið vestur á Fimmvörðuháls í skíða-
skála Fjallamanna. Urðum ferðbúnir kl. 10.30, tókum stefnu austan-
liallt á Goðabungu og hugðumst fá útsýn norður af jöklinum. Færi'
var ágætt og sleginn því léttur í eftirdragi, en yfirborð jökulsins,
undir nýju mjöllinni, var óslétt eins og stórt fleytingsþýfi. Það kom
því fyrir, að sleðinn valt á hliðina, en ekki tafði það för okkar til
muna. A sleðanum var f'yrst löng dráttartaug, sem fest var í báða
sleðameiðana til þess að jafna átakið. I enda aðaltaugarinnar var
fest fjórum einföldum þáttum. Voru tveir lengstir í miðið, en tveir
styttri til beggja hliða. Flver maður hafði gjörð spennta um mjaðmir
sér og dráttartaug sína festa aftan í. Þegar dráttur var á sleðanum,
voru 7 m. milli fremri dráttarmanna og hinna aftari. Við Steinþór
höfðum oftast lengri taugarnar, en Einar og Leó hinar. Einar hafði
það þreytandi verk á hendi að halda reikning yfir vegalengdina,
sem við fórum. Þegar við lögðum af stað, og taugarnar voru strengd-
ar, festi liann auga á spor þess, sem á undan lionum gekk. Þegar
hann kom sjálfur að sporinu, hafði hann gengið 7 m. og festi nú aftur
sjónir á spori undanfara síns og þannig koll af kolli.
Um hádegisbilið námum við staðar á aflíðandi hjalla norðan í
Goðabungu, og blasti þá við bæði vítt og fagurt útsýni vestur og
norður af. Norðan við bunguna var grunnur en allbreiður slakki,
frá vestri til austurs, og virtist hann ná austur að Entu, en sunnan
við hana sást á eitt eða tvö dökk sker í jöklinum. Norðan slakkans
var lág og mjög aflíðandi jökulbunga, en norðaustur af henni enn
önnur bunga, lág en breiðvaxin. Er þetta Merkurjökull, senr blasir
við úr Fljótshlíðinni.
Við skildum nú sleðann eftir og héldum norður yfir slakkann og
yfir bungurnar báðar í norðaustlæga stefnu. Hallar allbratt niður
af hinni nyrðri bungunni að svartri strýtu, er stendur á vestri barmi
Entu. Kalla eg hann Entukoll.
Enta er jökuldalur, djúpur og þröngur, er skerst inn í Mýrdals-
jökul að norðan. Víða eru hamrar í brúnum. Fram úr gjánni kemur
skriðjökull, sem breiðir úr sér hið neðra, og nær NV-liorn hans niður
á Þórsmörk, en austurjaðarinn rennur saman við Emstrujökulinn.
Jökulalda liggur ofan á ísnum þar sem þeir mætast. — Guðmundur