Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 4
118 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN það hefur svo mikið verað ritað og rætt, að eg f jölyrði ekki um það. Eg gat þess í uphafi, að Katla væri nafntogaðasta og umsvifamesta eldvarp á íslandi að Heklu einni undan skilinni. En sá er munur á þessum eldfjöllum, að Hekla spýrr feykilegum hraunflóðum, en Kötlugosin verða undir jökli, og gosefnin, sem upp koma, breytast í ösku og vikur, en ægileg vatnsflóð losna úr læðingi og steypast með jakaflugi fram yfir láglendið til sævar. Nú á tímum munu eldgos hvergi eiga sér stað undir ís eða jökli nema hér á landi, og slíkir gos- staðir eru þó fáir. Auk Kötlu eru fyrst og fremst Grímsvötn, sem sennilega hafa gosið tíðast aílra eldvarpa hér á landi. Þá má telja Eyiafiallajökvd og loks sjálfan Öræfajökul. Hal'a þessar höfuðkempur gosið tvisvar sinnum hvor, svo sögur fari af. Við rannsóknir á eldvörpum undir jökli koma mjög mörg atriði til greina fram yfir það, sem gerist um venjuleg eldfjöll. I fyrsta lagi ber þess að geta, að það má telja íullvíst, að mikið af föstu bergi þessa Jands hafi í fyrndinni myndazt við eldsumbrot undir jöklum. Slík eldvörp, sem enn gjósa, eru því eins konar safngripir eða kennslu- áhöld í sambandi við jarðfræðisögu landsins. Enn fremur eru víxl- verkanir milli elds og íss harla merkilegt rannsóknarefni, sem engan veginn hefur enn verið krui'ið til mergjar. Rannsóknir á Kötlugjá I Geschichle der islándischen Wulkane (Sögu ísl. eldfjalla), sem kom út í Kaupmannahöfn árið 1925, segir Þorvaldur Thoroddsen um Kötlugjá: „Um útlit Kötlu, staðhætti og jarðfræði vita menn ekkert svo teljandi sé, því að gígurinn fyllist ís milli gosanna. Þeir Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson reyndu að komast þangað í ágúst- mánuði 1756. Gengu þeir af Mæiifeilssandi upp skriðjökulinn að norðan, en urðu að hörfa aftur vegna óveðurs, er þeir voru komnir suður á jökullirygginn norðan Kötlugjár, og gátu ekkert séð frá sér. í ágúst 1874 gekk Englendingurinn W. L. Watts á suðurbungu Mýr- dalsjökuls. en sá ekkert nema skeifulagaða kvos í jökulinn, þar sem Katla átti að vera.'' Vorið 1919 gengu fjórir menn á Mýrdalsjökul til að athuga verks- ummerki eftir gosið haustið áður. Gengið á Mýrdalsjökul 1934 Sumarið 1934 gekk sá, er þetta ritar, frá Eystri-Sólheimum upp með KHfandijökli svo langt sem gljúfrið nær, en síðan skáhallt yfir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.