Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 24
166
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Vegalengdirnar voru mældar lauslega með dráttartaug sleðanna.
Stangabunki, sem við höfðum skilið eftir við flutninginn upp eftir,
var ekki langt frá síðustu stöng, sem við Gunnar settum niður. Tók-
um við stengurnar á sleðann og héldum heirn á leið. Veður var
stjörnubjart, stillt og skafheiðríkt. Hjarn var yfir öllu, en hélt ekki
sleðanum með hlassinu; varð okkur drátturinn mjög erfiður. Skild-
um við sleðann loks eftir um 2 km. frá tjaldinu kl. tæplega 3 um
nóttina. Vorum við þá orðnir mjög þreyttir. Hinir félagarnir voru
þá komnir heim lyrir skömmu.
16. sept. Bjart um morguninn en blés upp með norðanhríð kl.
8.30. Síðar um daginn linaði frostið og varð bleytuhríð og versta
veður. Lágum við um kyrrt. Gunnar Hjaltason var nokkuð lasinn,
líklega vegna þreytu.
17. sept. Um morguninn var sæmilegt veður en þoka og snjókoma
öðru hverju. Fórum við Oli Björn af stað með sleða að stangabagg-
anum, tókum þar nokkrar stengur og merktum þrjá staði. Varð að
fara allt eftir áttavita. Versnaði veður mjög, er á daginn leið, svo að
við urðum holdvotir. Eftir heimkonnina fórurn við Friðrik og sótt-
um það, sem eftir var af stangabagganum og settum upp eitt merki
í leiðinn. Enn fremur settum við upp hátt mastur hjá tjöldunum,
en það var fyrir loftnet, þvx að Gunnar hafði meðfei'ðis feiðaviðtæki.
18. —20. sept. voru innilegudagar. Var versta veður báða fyrri dag-
ana, rok og rigning eða slydda, en frysti á mánudaginn. Var þá bjart
til loftsins en mikill skafrenningur. Á laugardaginn var tæplega fært
milli tjaldanna.
21. sept. Bjart veður og nokkurt frost um morguninn. Við Gunnar
fórum norður á (Austmanns)bungu til að mæla, en þeir Óli Björn
og Friðrik settu stangir við rætur skriðjökulsins. Að mælingunni
lokinni fórum við Gunnar suður fyrir skriðjökulinn, og mældi eg
þar til sólarlags. Var þá frost orðið allmikið, um 12 stig.
22. sept. Bjart og kalt um morguninn. Tökum upp tjöldin og setj-
um á sleðana. Mæli við tjaldið. Tekur að skafa um kl. 9 og verður
síðan blindhríð. Komumst af stað um hádegi. Sækist mjög erfiðlega.
Laus snjór liggur í gárum á hrjúfu hjarni. Dótið er á tveim sleðum
og verðum við að selflytja, þar sem livor sleði reynist of þungur fyrir
tvo, meðan allt er á fótinn og veðrið frekar í fangið. Undir kvöldið
lægði, en jxá var orðið dimmt, svo ferðin sóttist seint niður jökulinn.
Var ekki komið að birgðatjaldinu fyrr en um miðnætti. Var borðað,
en síðan héldu jreir félagar til byggða og komust með bíl til Reykja-
víkur næsta dag.