Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1945, Blaðsíða 5
NATTÚRUFRÆÐÍNGÚRlNN U9 hann ofanverðan og npp á suðurbungu Mýrdalsjökuls vestanverða. Sá eg þá — eins og Watts — skeifulagaða kvos eða dal í jöklinum norður undan, en allt var þaí órofin, mjallhvít fannbreiða yfir að líta. Öll missmíði eftir gosið 1918 voru gersamlega horfin. Dalnum hallaði til austurs, og virtist hann enda þar í þrengslum sunnan und- ir bröttum og allháum jökulkolli. í norðvestri var fögur jökuldyngja, en milli hennar og suðurbungunnar, sem eg var sjtáddur á, var all- krappur jökuldalur, og voru þar bersýnilega meginupptök Sólheima- jökuls. Frá jökuldyngjunni gekk bogadreginn, flatvaxinn jökul- hryggur austur eftir, norðan við jökulkvosina, og skyggði á norður- jaðra Mýrdalsjökuls. Af staðháttum þessum varð mér ljóst, að upptök Sólheimajökuls eru býsna nærri umbrotasvæði Kötlu. Ef gosin verða til vestan til í jökulkvosinni, hljóta hlaupin að brjótast fram úr SólheimajökH. Þetta hefur ef til vill átt sér stað, þegar þeir Þrasi og Loðmundur áttust við, eins og segir frá í Landnámu, og Sóllieimasandur og Skógasandur mynduðust. Það er ekki ótítt, að eldvörp flytji sig um set eða gosin brjótist út á mismunandi stöðum, en frá því að greini- legar sögur hefjast, hafa 511 gos úr Kötlu hlaupið austur úr Kvos- inni og fram um Mýrdalssand. Ferð til Kötlu 1943 Frá því að eg gekk á suðurbungu Mýrdalsjökuls liafði eg jafnan liugá því að kynna mér betur „landslag" á Kötlusvæðinu og hvernig væri þar umhorfs milli gosanna. Af því varð þó aldrei fyrr en sum- arið 1943, er við Steinþór Sigurðsson magister, Einar Pálsson verk- fræðingur og Leo Eggertsson skrifstofumaður lögðum upp í Kötlu- ferð. Við vorum búnir til hálfs mánaðar útilegu með nesti og fatn- að, tjald, sleða og skíði, skófhi o. s. frv. Þá höfðum við með okkur landmælingatæki, því að ekkert kort var til af hájöklinum. Auk þess vildi eg athuga snjódýpt frá síðasta vetri á jöklinum til saman- burðar við það, sem reyndist á Vatnajökli árin 1935—36 og 1936—37. „Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur," og því ætla eg að rekjá aðalatriðin úr ferðalagi okkar með stuðningi af dagbók minni. 23. júli. Af stað frá Reykjavík kl. 10 f. h. með áætlunarbíl frá BSR. Farangurinn höfðum við sent á undan okkur að mestu leyti — með vörubíl frá Hellu — austur að Ytri-Skógum. — Um kl. 16 fórum við úr bílnum austur á Skógasandi og héldum heim að Ytri-Skógum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.