Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 20
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hann mætir Kötlujökli móts við eystri enda Huldufjalla. Mætti nefna jökul þennan Huldujökul, því að hann er alveg liulinn, unz komið er fram á dalbarminn. Huldujökull er hreinn og hvítur, og stingur hann því mjög í stúf við Kötlujökul, þar sem þeir mætast. Ferðin gekk greiðlega upp eftir. Hlóðum við mælingavörðu á 1009 m. háum klettakolli í suðurbarmi Kötlukverkar, SSA af Eystra- Kötlukolli. Er varðan 2 m. í þvermál og 1.8 á hæð. Klettakollur þessi er á rana eða stalli, sem virðist vera framhald Huldufjalla. Gengur allbrattur skriðjökull fram yfir ranann, milli vörðukollsins og Huldufjalla, og yddir á smásker upp úr honum. Heimleiðis gengum við fyrir botn Huldujökuls og eftir dalbarm- inum að sunnan, síðan njður með Kötlujökli að upptökum Re- mundargils. Þar hljóp flóð yfir í Kötlugosinu 1823 og kom fram úr Remundargili að sunnan. Lentum í myrkri og tölðumst af gilja- flækjum, en komumst loks fram á sand vestan undir Vatnsrásar- höfði. Þaðan var greiðfarin leið heim í tjald. Mánudaginn 16. ágúst. Um 10-leytið kom bifreið til að sækja okk- ur. Komum við í Kerlingardal og höfðum tal af Haraldi bónda Ein- arssyni, en hann er manna kunnugastur á Höfðabrekkuafrétti, og vorið 1919 gekk hann á Mýrdalsjökul til að atliuga gosstöðvarnar, eins og áður er getið. í Vík höfðum við tal af Gísla sýslumanni Sveinssyni. Benti liann okkur á mið, sem lekið var á gosmökkinn 1918. Bar Jiann þá við „hakið“ á Höttu og austurhorn barnaskólans úr Víkurfjöru. Mældi Steinþór þessa stefnu síðan í afstöðu til fastra kennileita. Að svo búnu ókum við út að Jökúlsá á Sólheimasandi og tjölduðum undir Loðmundarsæti. Síðar um daginn mældum við breytingar á Sólheimajökli. Auk þess mældi Steinþór legu jökulsporðsins og afstöðu helztu kennileita í grennd við hann. Næsta morgun héldum við heim. Þriðja ferð á Mýrdalsjökul 1943. Þessi ferð var farin til þess að setja upp snjómælingastengur á hjarnsvæði Kötlujökuls. Var ráðgert að setja þær aðallega í þrjár raðir frá S til N og væru 2 km. milli raðanna. Stengurnar voru 4 m. langar úr hefluðum harðviði (hickory) og 5/4x5/4 þuml. að gild- leika. Með því að skeyta 2 m. löngurn bút á liverja stiku og reka þær um 1 m. niður í snjóinn, gat hver stöng staðið um 5 metra upp úr jökli. Með hliðsjón af gryfjunni í tjaldstað III (sjá dagbók 30. júlí).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.