Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183 Hraungigurinn 7. april. (Guðm. Kj. Ijósm.) nú hvergi, sennilega hafði hraunið þegar runnið yfir hana. Raunar liefði hún ekki sé/.t hvort sem var, því að djúpur snjór eftir veturinn sléttaði yfir hraunið (frá 1766), sem liún stóð í, svo að aðeins sá á hæstu dranga. Auk jress lá ný vikurbreiða yfir snjónum, svo að hvergi sá á hann, en jörð sýndist auð — að undan skildu, að enn lágu á vikr- inum þunnar fannir eftir snjókomu nóttina áður. Eftir næstu kennileitum að dæma virtist mér syðri hraunjaðarinn liggja mjög nálægt réttinni. En sérkennilegir hraundrangar, senr stóðu l'ast við réttina og komu að nokkru leyti í stað réttarveggja, gátu nú naumast verið í kali í snjó og vikri, og þá hefði ég séð og jrekkt, ef þeir hefðu verið utan við hraunjaðarinn. Loks komum við að hraúngígnum, þaðan sem allt þetta hraun hafði runnið, rann enn og lengi síðan. í sléttum melhalla neðst í Axlarbrekku hafði nokkur spilda spennzt upp og sprungið á liana gat. Það var gígurinn. Hann skarst eins og bás inn í brekkuna og var opinn vestur úr, en hamrar og brattar urðarbrekkur á aðrar liliðar. Að norðan og austan hallaði Axlarbrekku frarn á gígbrúnina, en suðurbramurinn hafði spennzt liátt upp og myndaði hvassan kamb. Skarð var í kambinn og vestan við Jrað kéilulaga strýta, úr kynlega ljósleitri stórgrýtisurð. Til að sjá virtist hún nærri hvít, jrar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.