Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 á yfirborð þessa jarðvatns hvergi orðið meiri en ein loftþyngd. Þrýstingsins vegna getur vatnið því lialdið jafnmikilli kolsýru í upplausn í uppsprettunum og í hraununum. Hans vegna hefur hún sömu aðstæður til að skiljast frá jarðvatninu og lindar- eða lækjarvatninu. En hvernig stendur þá á því, að kolsýran er ekki rokin burt úr jarðvatninu, áður en það kemur fram í uppsprettunum? Skýringin hlýtur að vera sú, að kolsýrulag liggur yfir jarðvatns- fletinum niðri í hraununum. Hér er auðvitað ekki átt við samfellt. lag né hreina kolsýru, heldur hitt, að í vissu lagi hraunsins, næst yfir jarðvatnsfleti, er hver glufa í berginu fyllt kolsýru, misbland- aðri öðrum lofttegundum, en ekki fyllt venjulegu andrúmslofti. Langsneið af lirauni með kolsýru, skýringarmynd. — I. undirlag hraunsins, vœntan- lega nokkru péttara og skár vatnshelt en hraunið sjálft. II. neðsta lag liraunsins, fyllt kolsýrubornu jarðvatni. III. iniðlag hraunsins, fyllt kolsýrulofti. IV. efsta lag hrauns- ins, fyllt andrúmslofti. Öi'varnar benda á útstreymisaugu kolsýruloftsins. Við slík skilyrði verður hæfileiki vatns að leysa upp kolsýru miklu meiri en þar, sem venjulegt andrúmsloft leikur um yfirborð þess. Til dæntis getur mjög óveruleg kolsýra tollað i vatni-, sem stendur í íláti í venjtdegu andrúmslofti við venjulegan stofuhita og loftþrýst- ing, en ef hrein kolsýra er ein lofttegunda í snertingu við vatnsflöt- inn og skilyrðin söm að öðru leyti, þá leysist upp h. u. b. einn lítri af kolsýru í einum lítra vatns. Kolsýra er þung lofttegund. Það rúmmál af .venjulegu andrúms- lofti, sem vegur 1 g, vegur af kolsýru 1,53 g. Þess vegna blandast hún tiltölulega seint andrúmsloftinu, ef lnin liggur undir því. Enn seinni verður sú blöndun þar, sem kolsýran er lokuð inni í glufum og gjám neðanjarðar í blöðróttu og sundur sprungnu lirauni, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.