Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 12
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
58
Kort, er sýnir hafsdýpið suð-
ur af Hjörleifshöfða. Gert
eftir sjókorti útgefnu af
dönsku sjókortagerðinni
1926. Dýptarlínur dregnar
fyrir hverja 50 m. Dýptar-
mælingarnar, sem línurnar
eru dregnar eftir, eru miklu
fleiri en sýnt er á þessu
korti. — Bathynietric chart
of the sea S of Hjörleifs-
höfði. Based on a nrap pub-
lished by the Royal Danish
Hydrographic Office 1926.
Depth in rn. Contour inter-
vals (below sea level) 50 m.
Af frásögnum Landnámu má ráða, að frá því á Landnámsöld og
þar til er hún var skrifuð, hafa orðið verulegar breytingar á strönd-
inni nærri Hjörleifshöfða og þó líklega einkum vestan höfðans. í
formála Landnámu segir: „Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða
og var þar þd fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum.“ Síðar
í I,andnámu, í kaflanum um Þorstein drangakarl, segir, að kerlingu
eina rak af skipinu í Kerlingarfjörð, „þar er nú Höfðársandur." Ég
er sömu skoðunar og próf. Einar Ól. Sveinsson, að hér sé um að ræða
sama fjörð og getur um í formálanum. Og mér virðist, að frásögn
Landnámu um fjörð nærri Hjörleifshöfða fái veigamikla stoð í nú-