Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 35
MEIRA UM RAUÐHÓL
79
verið tekin alveg niður á ljósa leirinn, sem liggur jrar næst undir
rauðamölinni, en lítt hróflað við honum. Austurbakki nýju geilar-
innar, um 2 m hár, er sýndur á 1. mynd.
Lögin, sem merkt eru III. og IV. (1. mynd), kollvörpuðu gervi-
gígstilgátu minni. Jarðvegslagið III. hefur verið langan tíma að
myndast, a. m. k. tugi ára, en sennilega aldir. Þetta hefur þó gerzt á
tímabilinu, frá því er hóllinn hlóðst upp úr rauðamölinni (II.),
þangað til Hvaleyrarhraun (V.) rann utan að hólnum og yfir yztu
börð hans. Rauðamölin og hraunið geta því engan veginn verið til
orðin í sama eldgosi. Hóllinn hefur hlaðizt upp í raunverulegu eld-
gosi par á staðnum, löngu áður en hraunið rann að honum.
Aftur á móti er í alla staði sennilegt, að öskulagið (IV.) hafi fallið
í sama gosi og hraunið rann, því að ekki vottar fyrir jarðvegslagi yfir
því, á milli þess og hraunsins. Lynggróðurinn, sem nú finnast leifar
af í öskunni, Iilýtur að liafa átt sér rætur í moldinni undir henni, en
af þeim hef ég engar leifar fundið.
Moldarlagið og öskulagið finnast aðeins á fárra metra kafla í
gryfjubakkanum. Hvarvetna annars staðar, þar sem til sést, hringinn
í kringum gryfjuna liggur hraunið milliliðalaust á rauðamölinni,
eins og ég hef teiknað á skýringarmynd í fyrri grein minni. Af því
má marka, að mestur hluti Rauðhóls Iiafi verið ber melur, þegar
hraunið rann kringum hann. En samt var þá lítil lyngtó með grunn-
um moldarjarðvegi þarna í austurbrekku hólsins. Þar hefur nýfallna
öskuna drifið saman í skafl í skjóli lyngsins, en rifið af jiar, sem mel-
urinn var ber. Síðan rann hraunið yfir, ef til vill samdægurs, en
sennilegar nokkrum dögum eða vikum síðar. Lyngstönglarnir kol-
uðust af hitanum frá glóandi hrauninu, en gátu ekki brunnið vegna
loftleysis. Ummyndnn þeirra í kol mun hafa bjargað þeim frá að
rotna upp til agna. En ræturnar niðri í moldinni hafa sennilega ver-
ið of fjarri hitagjafanum til að kolast, enda sér þeirra engin merki.
Þessum litla gróðurbletti og moldinni, sem hann hlóð undir sig
fyrir þúsundum ára, er það að Jrakka, að nú hefur fengizt úrskurður í
mjög tvísýnu vandamáli. En til að fá Jrann úrskurð þurfti hvorki
meira né minna en grafa burt mestallan hólinn. Ég býst við, að bæði
ég og aðrir íslenzkir jarðfræðingar myndu telja Rauðhól eitt með
hinum einhlítari dæmum um gervigíga, ef hann væri enn óskertur
eins og fyrir 20 árum. Hin óvænta raun af gagngerri krufningu lians
er ástæða til varúðar í að kveða á um, livað er gervigígur og hvað
eiginlegt eldvarp.