Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 13
HERBERT MÚNKUR OG HEKLUFELL
59
verandi staðháttum. Meðfylgjandi mynd sýnir sævardýpið suður af
Hjörleifshöfða, og eru 50, 100 og 200 m dýptarlínurnar dregnar eftir
miklu fleiri dýptarmælingum en sýndar eru á kortinu. Mér sýnist ekk-
ert líklegra en að dalur sá, Reynisdjúp, er skerst inn í landgrunnið, sé
sá forni fjörður, livers botn horfði inn að höfðanum, en hefur síðan
fyllzt að mestu leyti vegna framburðar í Kötluhlaupum. Mér virðist
og, að frásögn Herberts styðji frásögn Landnámu, með því að lík-
legt sé, að sá fjörður, sem liann nefnir, sé hinn forni Kerlingarfjörð-
ur. Hafi þarna verið fjörður, er ekki ólíklegt, að þar hafi verið höfn,
e. t. v. í vari við Hjörleifshöfða, sem eyðilagzt hafi í jökulhlaupi.
En hvenær kom það hlaup? Úr því verður ekki skorið, en ekki vii'ðist
mér ómögulegt, að það hlaup, sem Herbert hefur haft sagnir af, sé
hið sama og Þorláks-saga greinir frá. Frásögnin í Þorláks-sögu ber
það með sér, að talsverð byggð liefur verið á vesturhluta Mýrdals-
sands, þ. e. vestan hinnar fornu Eyjarár, þegar það hlaup kom, sem
deila Jóns og Þorláks biskups reis af. Eyðing þessarar byggðar í
Höfðárhlaupinu getur vel verið orðin að eyðingu frægrar borgar og
mannmargrar í frásögn hins franska kapelláns. Og hafi fjörður verið
nærri Hjörleifshöfða, þegar stórhlaup fór yfir vestursandinn, hlýtur
það hlaup að hafa fyllt þann fjörð að einhverju leyti, því að svo
geypilegur er framburður Kötluhlaupa, sbr. myndun Kötlutanga í
síðasta hlaupi. Frásögnin í Þorláks sögu bendir og fremur til þess, að
þetta Höfðárhlaup hafi ekki verið alveg nýafstaðið, þegar l)iskup fór
í sína yfirreið 1179, og er mögulegt, að hlaupið hafi orðið það
snemma, að fregnir af því liafi borizt til Danaveldis, áður en Eskell
biskup fór til Clairvaux í síðasta sinni.
Allt eru þetta tilgátur, sem frásögn Herberts gefur tilefni til, og
skal ekki fjölyrt meir um þær að sinni. En þess er að endingu að
geta, að undir lok frásagnar sinnar nefnir Herbert, að liinn eilífi
eldur sé einnig undir mararbotni og sjáist oft gjósa ákaflega upp úr
hafsdjúpi. Hann virðist því hafa haft sagnir af neðansjávargosum
undan ströndum íslands, og er þetta ekki aðeins elzta þekkta heim-
ildin um slík gos, heldur er og hér um eldri gos að ræða en nefnd
eru í öðrum heimildum. Elzta neðansjávargos, sem íslenzkir annálar
geta um, er gos vestur undan Reykjanesi árið 1211. Er þeirrar elds-
uppkomu getið í mörgum annálum og þess getið, að Sörli Kolsson
liafi þá fundið Eldeyjar, en Oddaverja-annáll segir hann hafa fundið
„Eldeyjar hinar nýju, en hinar horfnar, er alla æfi höfðu verið“.
Síðan geta annálar margra gosa á sömu slóðurn á fyrri hluta 13. ald-