Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 24
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
7Ó
settir í reit 9—8. 75 hrygna í þriðja sinn og settir í reitinn 9—7, og
loks eru 5 að hrygna í fjórða sinn, og eru þeir settir í reitinn 9—6.
Auk þessa eru 168 fiskar, sem ekki var með öryggi hægt að ákvarða á
gotbauga, og eru þeir settir í ?-reitinn. Af árg. 1936, sem nú er 15
ára, eru engir nýliðar, og eru flestir að hrygna í limmta og sjötta sinn
og einn meira að segja í áttunda sinn. Af árg. 1931, sem nú er 20
ára, er einn að hrygna í þrettánda sinn.
Lengst til hægri sjáum við aldursdreifingu kynþroska fisksins, og
er árg. 1942 þar algerlega yfirgnæfandi með 49.8%. Næstur er árg.
1943 með 13.2%.
Að því er snertir aldur við fyrstu hrygningu, þá eru 11.8% 7 ára,
35.5% 8 ára, 34.3% 9 ára og 7.0% 10 ára, eða samtals 88.6% á aldr-
inum 7—10 ára.
52.2% eru nýliðar, 29.7% hrygndu í annað sinn, en einungis 5.6%
í þriðja sinn, og stafar þessi mikli fjöldi af fyrstu og annarri hrygn-
ingu af því, að stofninn er borinn uppi af 9 ára fiski og yngri.
Hundraðshluti hinna einstöku gotflokka er nokkuð breytilegur frá
einu ári til annars og í samræmi við þá árganga, er mynda stofninn
hverju sinni.
Hvað getum við nú sagt um aldursdreifingu næsta árs út frá þess-
um upplýsingum? Við skulum þá t. d. athuga árg. 1942. Af honurn
hrygna 5 í fjórða sinn, 75 í þriðja, 846 í annað, 1101 í fyrsta sinn.
Dánartalan er 50% og á því að vera eftir helmingurinn af þessum
fiskum 1952, eða 3, sem hrygna þá í fimmta sinn, 38 í fjórða, 423 í
þriðja og 551 í annað sinn. En nú eru ekki allir einstaklingar þessa
9 ára fisks komnir í gagnið, heldur fáum við sem nýliða 10 ára gamla
G/10 af þeim fjölda, sem hrygndi í fyrsta skipti 9 ára (kynþroskastuð-
ullinn 9:10 = 0.60) eða 1101 X 0.60 = 661 fisk af árg. 1942, sem ný-
liðar 1952. Fjöldinn verður því alls 3 -þ- 38 -þ- 423 -j- 551 -(- 661 =
1676, en var 2027 árið 1951, þ. e. árg. hefur minnkað um 17.3%.
Þannig förum við með hvern árgang og leggjum útkomurnar saman
og fáum út heildartöluna 4341, en talan, sem við gengum út frá 1951,
var 3935, svo að fjöldi fiskanna hefur þannig aukizt um 10.3%.
Aldursdreifingin 1952 á að vera þannig: 7 ára — 13.1%, 8 ára —
19.2%, 9 ára — 16.4%, 10 ára — 38.6%, af 7—10 ára fiski samtals
87.3%, en hitt dreifist á 13 aðra árganga. Meðalaldurinn á að vera
9.5 ár.
Mynd nr. 6 sýnir samanburð á hinni áætluðu aldursdreifingu og
raunverulegrar á árunum 1948—52, og sem sjá má, er samræmið gott.