Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 38
82
NÁTTÚRUF R/E ÐINGURINN
heldur lina hellu, sem er þó mun fastari fyrir en ægissandurinn und-
ir henni.
Efsta lagið, VI. á 2. mynd, er sjálf rauðamölin, gosgjallið, sem er
aðalefni Rauðhóls (merkt II. á 1. mynd).
Þess má geta, að víða í gryfjunni, þar sem grafið hefur verið niður
á barnamoldina, vantar lögin III., IV. og V. á rnilli hennar og gjalls-
ins. Svo er t. d. í stálinu, sem sýnt er á 1. mynd. Rauðhólslögin finn-
ast hvergi öll í einu stáli í malargryfjunni, en sneiðarnar tvær, sem
sýndar eru á 1. og 2. mynd uppfylla hvor aðra.
Lega ægissandsins yfir barnamoldinni sýnir, að sjávarborð hefur
hækkað upp í a. m. k. 15 m hæð yfir núv. sjávarmál, eftir að barna-
moldin hafði myndazt (í aðeins um 10 m hæð).
Eins og sýnt var fram á í fyrri greininni, ber fána sandlagsins með
sér, að sjórinn, sem hún lifði í, var ekki öllu kaldari en Faxaflói er
nú, fremur nokkru hlýrri. Hin mikla mergð kísilþörunga — og þ. á
m. eindregið bórealar tegundir (sjá viðauka) — auk annarra gróður-
leifa í liinu ósalta vatni eða tjörn, sem þarna var fyrir, sannar enn
fremur, að ísöldin var liðin og loftslag orðið milt, áður en sjór gekk
á land.
Hér skal nú til samanburðar við sandlagið í Rauðhól minnzt lítil-
lega á aðrar sjávarminjar hér á landi.
Það er löngu sannað, að sjór gekk inn yfir mestallt undirlendi ís-
lands í lok ísaldar og lá þar einnig löngu síðar, eftir að hann var
fullhlýnaður. Efstu mörk þeirra sjávarflóða liggja í 32 m hæð vfir
núverandi sjávarmál á Hvaleyrarholti fast norðan við Rauðhól og
t. d. 43 m y. s. í Öskjuhlíð í Reykjavík (hvort tveggja samkv. athug-
un Þorkels Þorkelssonar),* um 60 m í Ölfusi, 80—100 m í Borgar-
firði (Guðm. G. B.)** og nál. 110 m austur í Hreppum.*** Hæðar-
mismunurinn frá einum stað til annars er í samræmi við reynslu frá
Noregi o. fl. löndum, sem jökull þakti: Miðbik lands lyftist meir en
útnes, þegar jökulfarginu létti.
í uppsveitum Árnessýslu er bersýnilegt, að sjórinn fylgdi jökul-
röndinni fast eftir inn yfir allt láglendið, um leið og hún hörfaði til
fjalls. Hrúðurkarlabrot í yngsta jökulruðningnum sanna, að jökull-
* Þorkell Þorkelsson: Old Shore-Lines in Iceland and Isostasy. Greinar Vísindafélags
íslendinga I„ 1. Rvík 1935. ** Guðmundur G. Bárðarson: Forhar sjdvarminjar við
Borgarfjörð og HvalfjörO. Rit Vísindafélags íslendinga I. Akureyri 1923. *** Árnesinga
saga I„ 1. Rvík 1943.