Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 38
82 NÁTTÚRUF R/E ÐINGURINN heldur lina hellu, sem er þó mun fastari fyrir en ægissandurinn und- ir henni. Efsta lagið, VI. á 2. mynd, er sjálf rauðamölin, gosgjallið, sem er aðalefni Rauðhóls (merkt II. á 1. mynd). Þess má geta, að víða í gryfjunni, þar sem grafið hefur verið niður á barnamoldina, vantar lögin III., IV. og V. á rnilli hennar og gjalls- ins. Svo er t. d. í stálinu, sem sýnt er á 1. mynd. Rauðhólslögin finn- ast hvergi öll í einu stáli í malargryfjunni, en sneiðarnar tvær, sem sýndar eru á 1. og 2. mynd uppfylla hvor aðra. Lega ægissandsins yfir barnamoldinni sýnir, að sjávarborð hefur hækkað upp í a. m. k. 15 m hæð yfir núv. sjávarmál, eftir að barna- moldin hafði myndazt (í aðeins um 10 m hæð). Eins og sýnt var fram á í fyrri greininni, ber fána sandlagsins með sér, að sjórinn, sem hún lifði í, var ekki öllu kaldari en Faxaflói er nú, fremur nokkru hlýrri. Hin mikla mergð kísilþörunga — og þ. á m. eindregið bórealar tegundir (sjá viðauka) — auk annarra gróður- leifa í liinu ósalta vatni eða tjörn, sem þarna var fyrir, sannar enn fremur, að ísöldin var liðin og loftslag orðið milt, áður en sjór gekk á land. Hér skal nú til samanburðar við sandlagið í Rauðhól minnzt lítil- lega á aðrar sjávarminjar hér á landi. Það er löngu sannað, að sjór gekk inn yfir mestallt undirlendi ís- lands í lok ísaldar og lá þar einnig löngu síðar, eftir að hann var fullhlýnaður. Efstu mörk þeirra sjávarflóða liggja í 32 m hæð vfir núverandi sjávarmál á Hvaleyrarholti fast norðan við Rauðhól og t. d. 43 m y. s. í Öskjuhlíð í Reykjavík (hvort tveggja samkv. athug- un Þorkels Þorkelssonar),* um 60 m í Ölfusi, 80—100 m í Borgar- firði (Guðm. G. B.)** og nál. 110 m austur í Hreppum.*** Hæðar- mismunurinn frá einum stað til annars er í samræmi við reynslu frá Noregi o. fl. löndum, sem jökull þakti: Miðbik lands lyftist meir en útnes, þegar jökulfarginu létti. í uppsveitum Árnessýslu er bersýnilegt, að sjórinn fylgdi jökul- röndinni fast eftir inn yfir allt láglendið, um leið og hún hörfaði til fjalls. Hrúðurkarlabrot í yngsta jökulruðningnum sanna, að jökull- * Þorkell Þorkelsson: Old Shore-Lines in Iceland and Isostasy. Greinar Vísindafélags íslendinga I„ 1. Rvík 1935. ** Guðmundur G. Bárðarson: Forhar sjdvarminjar við Borgarfjörð og HvalfjörO. Rit Vísindafélags íslendinga I. Akureyri 1923. *** Árnesinga saga I„ 1. Rvík 1943.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.