Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 22
68 NÁTTÚRU FRÆÐIN GURINN ) veiðina 6—8 ára gamlir, ná hamarki um 10 ára garnlir og eru að mestu horfnir úr veiðinni 14—16 ára. Aldursrannsóknirnar ná nú yfir 25 ára tímabil og hafa gefið okkur ómetanlegar upplýsingar um stofninn. Við höfum getað fylgt hinum einstöku árgöngum „frá vöggu til grafar“ og athugað framlag hvers eins til veiðanna hverju sinni. Ég nefni hér aðeins eitt atriði, vegna þess að það hefur þýð- ingu fyrir það, sem á eftir kemur. Það hefur kornið í ljós, að einstakl- J ingar sama árgangs eru mjög mis-þroska. Hinir bráðgerustu verða kynþroska 4—5 ára gamlir, en þeir síðustu ekki fyrr en 14—15 ára. Þessar upplýsingar um kynþroska fisksins höfum við aðallega fengið við athuganir á kvörnunum, því að eins og við af þeirn getum lesið aldur fisksins, getum við séð, á hvaða ári hann verður kynþroska. Myndast við hrygninguna sérstakir baugar í kvörninni, svo kallaðir gotbaugar, og gefur fjöldi þeirra til kynna, hve oft fiskurinn hefur hrygnt. Jafngamlir fiskar tilheyra sama árgangi, en fiskar sem verða kynþroska á sama ári eru sagðir tilheyra sama gotflokki. Mjög ná- kvæmar og yfirgripsmiklar rannsóknir á gotbaugunum í kvörnunum hafa nú sýnt, að mest er af fiski í 1. gotflokki, nýliðum, þ. e. fiski, sem er að hrygna í fyrsta skipti. í 2. gotflokki er um helmingur af fjöldanum í fyrsta gotflokki og í 3. gotflokki aftur um helmingur af öðrum gotflokki o. s. frv. Fjöldinn minnkar um helming í hverjum flokki. Af þessu drögum við þá afar mikilsverðu ályktun að dánar- tala hins kynþroska hluta stofnsins sé um 50%. Við erum nú komnir það langt, að við vitum, hvað mikið verður eftir af hverjum árgangi næsta ár. En hvað um þann hluta árgangs- ins, sem enn er eftir að koma í gagnið, og yngri árganga, sem koma til hrygningar í fyrsta skipti? Hér koma gotbaugarnir okkur að góðu haldi, því að út frá þeim getum við reiknað hlutfallið milli þess hluta árgangsins, sem verður kynþroska á aldrinum a-j-1 og a. Þetta hlutfall köllum við kyn- þroskastuðul, og fer hann minnkandi með auknum aldri. Kynþroskastuðlarnir og dánartalan gera okkur fært að segja fyrir um afdrif hvers árgangs og þar af leiðandi aldursdreifingu alls stofnsins frá einu ári til annars. Þetta verður bezt skýrt með 5. mynd, er sýnir aldursdreifingu línufisks á vetrarvertíðinni 1951. Aldur fisksins er frá 3—22 ár, aldur við fyrstu hrygningu 4—14 ár, og fjöldi gotflokka er 13. Til nánari skýringar skulum við athuga 9 ára fiskinn (árg. 1942). 1101 eru tald- ir nýliðar og settir í reitinn 9—9. 846 eru að hrygna í annað sinn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.