Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 39
MEIRA UM RAUÐHÓL
83
inn hefur þá endað í sjó, og stundum, er hann gekk fram í bili í fjör-
kippunum, skóf hann upp botnleir sjávarins og ýtti saman í garð.
Slíkur garður er ,,Búðaröðin“ í Gnúpverjahreppi. Hún er úr saman-
böggluðum sjávarlögum undir jökulruðningi, og þar má finna hrúð-
urkarlabrot um 90 m y. s. í sjávarleir frá þessum tímum eru annars
yfirleitt fáar skeljar (nema hrúðuikarlar) og fundizt hafa einungis
slíkar tegundir, sem geta lifað í köldum sjó.
í hinu yngra sjávarseti undirlendisins finnst aftur á móti sums
staðar mikil mergð skelja af kulvísum tegundum, sem bera vott um
hlýjan sjó. Yngra setið (hlýsævissetið) nær hvergi upp að efstu sjávar-
mörkum. Hæsti fundarstaður þess, sem mér er kunnugt um, að skelj-
ar hafi fundizt á, (m. a. bergbúi og stórvaxinn kræklingur), er við
Hellisholtalæk í Hrunamannahreppi, 70—75 m y. s.
Af þessu er ljóst, að kaldi sjórinn (fyrrum) náði nokkru hærra upp
á undirlendið en hlýi sjórinn (síðar).
Enn fremur sanna forn fjöruborð víða um vestanvert landið neð-
an við efstu sjávarmörkin, að sjávarboi'ð hefur stundum legið kyrrt
um hríð, eftir að það liafði fjarað úr mestu Iiæð. Guðmundur G.
Bárðarson fann merki slíkrar kyrrstöðu í Borgarfjarðarhéraði í 40—
50 m hæð. Og úr Árnessýslu má nefna til dæmis langan malarkamb
hjá Mosfelli í Grímsnesi. Hann er um 80 m y. s. og gæti verið jafn-
gamall skeljunum við Hellisholtalæk.
Þrátt fyrir mikið og mjög aðdáunarvert rannsóknarstarf Guð-
mundar G. Bárðarsonar við Húnaflóa, Breiðafjörð og Faxaflóa
heppnaðist honum ekki að ganga úr skugga um, hvort sjávarminjar
undirlendisins væru allar eftir eina, mikla og langæja sjávarborðs-
hækkun og eftirfarandi lækkun í tveimur áföngum — eða eftir tvær
hækkanir með svo mikilli lækkun í milli, að þá hafi sjór þorrið af
mestöllu núverandi undirlendi. Að skoðun Guðmundar gat livort
tveggja komið til mála.
Raunar fann Guðmundur óræk merki litillar hækkunar og eftir-
farandi lækkunar hlýs sjávar (nákuðungslögin, innan við 5 m y. s.)
við Húnaflóa, en telur þær yngri en 40—50 m strandlínurnar í Borg-
arfirði.#
Sá sjór, sem flæddi inn yfir barnamoldarlagið í Rauðhól var hlýr,
og ekki kemur til mála, að það sé sama sjávarflóðið — sarna transgres-
* Guðmundur G. Bárðarson: Mœrher efter Klitna- og Niveauforandringer ved Húna-
flói i Nord-Island. Medd. fra den naturhist. Forening i Kdbenhavn. 1910.