Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 21
AFLASVEIFLUR OG ÁRGANGASKIPUN
67
fylgzt með á myndinni, hvernig hinir einstöku árgangar koma og
fara. Á árunum 1946—49 var veiðin að miklu borin uppi af árgang-
inum 1936, og loks kemur árið 1950 nýr árgangur frá 1942 til sög-
unnar. ■ jf ' ' ■ ISJ^j
Á 4. mynd er sýnt, hve mikið hinir einstöku árgangar 1920—36
hafa gefið í íslenzku veiðinni á aldrinum 8—13 ára. Árgangurinn
4. mynd. Aflamagn árganganna
1920-1936 á aldrinum 8-13
ára í veiði íslendinga (þús.
tonn). — The yield o£ the year-
classes 1920—1936 on the age
8—13 years in the Icelandic
catch.
1922 er þar langstærstur. Úr honum höfum við fengið 705 þús. smá-
lestir eða 26% af öllum þessum 17 árgöngum. Næstur er árg. 1924
með 298 þús. smálestir eða tæp 11%. Minnstur er árg. 1927 með 18.6
þús. smálestir eða aðeins 38. hluta af árg. 1922.
í stuttu máli: Hin gífurlega aukning aflamagnsins frani til 1933
er borin uppi af tveim sterkum árgöngum, 1922 og 1924, síðan koma
lélegir árgangar fram til 1931, en af árgöngunum 1931—36 kemur
aukningin í aflamagninu á árunum 1938—44.
Áætlanir um árgangaskipunina
Við höfum nú séð, að miklar sveiflur eru í aflamagninu, og að ná-
tengdar þeim eru sveiflur í styrkleika hinna einstöku árganga. Þær
sveiflur eru líffræðilegs eðlis, og um orsakir þeirra er flest á huldu,
og verður það ekki gert að nánara umtalsefni hér. 3. mynd sýndi
okkur, að árgangaskipunin er næsta regluleg. Árgangarnir koma í