Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 9
HERBERT MÚNKUR OG HEKLUFELL 55 sem sjá mátti í erlendum blöðum, og þolir jafnvel samanbnrð við frásagnir sjónarvotta af byrjun þess goss, í okkar eigin útvarpi. Nú er það svo, að þegar Herbert skrifaði sína frásögn, hafði Hekla ekki gosið nema tvisvar, síðan sögur hófust. Það, senr raunverulegt er í frásögn Iiins franska múnks, á }jví við annað eða bæði þessara gosa, en um þau vitum við nær ekkert úr öðrum heimildum annað en ártalið. Fornum annálum ber öllum saman um það, að eldsupp- koma hin fyrsta í Heklufelli hafi verið 1104, nerna Oddaverja-ann- áll segir hana hafa verið 1106. í Annales regii er veturinn 1105 kall- aður Sandfallsvetur, og í Oddaverja-annál er gosveturinn kallaður Sandfallsvetur hinn mikli. Eldur annar í Heklufelli er samkvæmt fimm annálum (Höyers-ann., Ann. reg., Lögm.-ann., Gottsk.-ann. og Oddav.-ann.) 1158, en 1157 samkvæmt Annales Reseniani og annál Flateyjarbókar. Annales regii og Lögmanns-annáll tala um myrkur hið mikla árið fyrir gosið. Þar með er upptalið það, sem íslenzkar heimildir hafa að segja um þessi gos. Spurningin er þá: bætir frá- sögn Herberts hér nokkuð úr? Eitt virðist mér mega ráða af frásögn lians, og það er, að annað þessara gosa a. m. k. hafi verið hraungos. Það er ljóst af því, sem sagt er um bráðnuð fjöll, sem runnið hafi yfir landið, og að yfirborð jarðar hafi orðið sem steinlagt stræti. Þá má og ráða í það af frásögninni, að annað þessara gosa a. m. k. hafi vald- ið miklum landspjöllum og lagt byggð í auðn. Ekki er óhugsandi, að hér liggi að baki eyðing byggða í Þjórsárdal og á Hrunamanna- afrétti, sem án efa eyddust í Heklugosi, sem ýmislegt bendir nú til, að hafi verið Heklugos hið fyrsta. Fullvíst er, að það var vikurfall, senr eyddi þessar byggðir, og vikurinn var Ijós líparítvikur, og reyn- ist það svo, að það nrikla líparítvikurfall lrafi verið úr fyrsta Heklu- gosinu, er frenrur ólíklegt, að þá hafi gosið hrauni, því að þau líparítgos, senr orðið hafa síðar hér á landi (Oræfajökull unr 1360, Askja 1875), hafa verið sprengigos einvörðungu. Frásögnin af hraun- rennsli ætti þá við hið annað Heklugos, gosið 1158, sem hefur þá hagað sér svipað og þau síðari Heklugos, senr við lröfunr nánari frá- sagnir af. Og hvernig hafa Herbert borizt fregnir af þessum gosum? Um það verður heldur ekkert sagt með vissu, en líklegt þykir nrér, að fregn- irnar Iiafi hann fengið frá geistlegunr. Þess má nærri geta, hvílíkur fengur það var kaþólskum kennimönrium, þegar hin rámu regingoð tóku að ræskja sig upp um Heklufell í byrjun 12. aldar. Utan ís- lands þekkti hinn kristni heimur aðeins tvö virk eldfjöll, Etnu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.