Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 9
HERBERT MÚNKUR OG HEKLUFELL 55 sem sjá mátti í erlendum blöðum, og þolir jafnvel samanbnrð við frásagnir sjónarvotta af byrjun þess goss, í okkar eigin útvarpi. Nú er það svo, að þegar Herbert skrifaði sína frásögn, hafði Hekla ekki gosið nema tvisvar, síðan sögur hófust. Það, senr raunverulegt er í frásögn Iiins franska múnks, á }jví við annað eða bæði þessara gosa, en um þau vitum við nær ekkert úr öðrum heimildum annað en ártalið. Fornum annálum ber öllum saman um það, að eldsupp- koma hin fyrsta í Heklufelli hafi verið 1104, nerna Oddaverja-ann- áll segir hana hafa verið 1106. í Annales regii er veturinn 1105 kall- aður Sandfallsvetur, og í Oddaverja-annál er gosveturinn kallaður Sandfallsvetur hinn mikli. Eldur annar í Heklufelli er samkvæmt fimm annálum (Höyers-ann., Ann. reg., Lögm.-ann., Gottsk.-ann. og Oddav.-ann.) 1158, en 1157 samkvæmt Annales Reseniani og annál Flateyjarbókar. Annales regii og Lögmanns-annáll tala um myrkur hið mikla árið fyrir gosið. Þar með er upptalið það, sem íslenzkar heimildir hafa að segja um þessi gos. Spurningin er þá: bætir frá- sögn Herberts hér nokkuð úr? Eitt virðist mér mega ráða af frásögn lians, og það er, að annað þessara gosa a. m. k. hafi verið hraungos. Það er ljóst af því, sem sagt er um bráðnuð fjöll, sem runnið hafi yfir landið, og að yfirborð jarðar hafi orðið sem steinlagt stræti. Þá má og ráða í það af frásögninni, að annað þessara gosa a. m. k. hafi vald- ið miklum landspjöllum og lagt byggð í auðn. Ekki er óhugsandi, að hér liggi að baki eyðing byggða í Þjórsárdal og á Hrunamanna- afrétti, sem án efa eyddust í Heklugosi, sem ýmislegt bendir nú til, að hafi verið Heklugos hið fyrsta. Fullvíst er, að það var vikurfall, senr eyddi þessar byggðir, og vikurinn var Ijós líparítvikur, og reyn- ist það svo, að það nrikla líparítvikurfall lrafi verið úr fyrsta Heklu- gosinu, er frenrur ólíklegt, að þá hafi gosið hrauni, því að þau líparítgos, senr orðið hafa síðar hér á landi (Oræfajökull unr 1360, Askja 1875), hafa verið sprengigos einvörðungu. Frásögnin af hraun- rennsli ætti þá við hið annað Heklugos, gosið 1158, sem hefur þá hagað sér svipað og þau síðari Heklugos, senr við lröfunr nánari frá- sagnir af. Og hvernig hafa Herbert borizt fregnir af þessum gosum? Um það verður heldur ekkert sagt með vissu, en líklegt þykir nrér, að fregn- irnar Iiafi hann fengið frá geistlegunr. Þess má nærri geta, hvílíkur fengur það var kaþólskum kennimönrium, þegar hin rámu regingoð tóku að ræskja sig upp um Heklufell í byrjun 12. aldar. Utan ís- lands þekkti hinn kristni heimur aðeins tvö virk eldfjöll, Etnu og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.