Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 36
80
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
I. raynd. Bakkinn austan að malargryfjunni. I. Barnamold, sem
þarna myndar gryfjubotninn. II. Gjall (rauðamöl). III. Moldarlag.
IV. Svört gosaska með gróðurleifum. V. Rönd Hvaleyrarhrauns. —
Fig. 1. Profile of the side of thc quarry in Rauðhóll. I. Dia-
tomaceous eartli, deposited in fresh water. II. Red scoria. III. Soil.
IV. Fine basaltic ash iayer containing carbonised plant stems. V.
Lava.
2. mynd. Setlögin í botni Rauðhólsgryfj-
unnar. I. Brún sandhella. II. Barnainold.
III. Sandur, áþekkur I. IV. Sjávarsandur,
lagskiptur og með fjölda skelja. V. Lin
sandhella, skeljalaus. VI. Rauðamöl (II. á
1. mynd). — Fig. 2. Section through the
sediments below the eruptive products of
Rauðhóll. I. Hard packed sand. II. Dia-
tomaccous earth. III. Sand, like I. IV.
Marine sand crowded witli mollusc shells.
V. Sand, without fossils. VI. Scoria (iden-
tical with II. in Fig. I).
Þegar aftur var tekið að grafa úr Rauðhól, vorið 1949, koniu í ljós
fleiri fróðlegar nýjungar en sú, sem þegar er getið. Nú sést undirlag
hólsins (rauðamalarinnar) betur en áður, og fyrri lýsingu minni og
skýringu á því reyndist ábóta vant. 18. ágúst 1950 gróf ég í könnunar
skyni rúml. l/2 m djúpa holu í gryfjubotninn og mældi upp frá botni
hennar þversneiðina, sem sýnd er á 2. mynd.
Brúni sandleirinn (I. á 2. mynd) var svo fastur, að erfitt var að
höggva hann upp með skóflu. Hann myndi almennt kallaður mó-
hella og er eflaust einhvers konar set myndað eftir ísaldarlok.
Ljósi leirinn II. er hið merkilegasta af þessum lögum. í fyrri grein
minni taldi ég hann sjávarset. En það er hann ekki. Ég skoðaði
nokkur sýnishorn af honum í smásjá, sem ég fékk að líta í á Atvinnu-
deild Háskólans, og var þá fljótséð, að þetta var barnamold* Sú
bergtegund verður til úr skeljum kísilþörunga (díatómea, „eskil-
agna“ í Plöntunum eftir Stefán Stefánsson) og myndast sem eðja á
* I»ýzka nafnið Kieselgur hefur verið tckið upp í tungur grannþjóðanna.