Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 59
HIÐ ÍSLENZKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG 1947-49 103 Útgáíustarfsemin Félagsskýrslan. — Skýrslur fyrir árin 1944 og 1945, sem teknar voru saman af dr. Finni Guðmundssyni, voru fullbúnar til prentunar fyrir aðalfund 1947. Á þeim aðal- fundi var ákveðið að gefa út sameiginlega skýrslu fyrir árin 1944—1946 og rekja þar það, sem gerzt hafði í liúsnæðismálum safnsins eftir fráfall Bjarna Sæmundssonar 1940, og þar til er safnið var afhent rikinu. Varð við [retta dráttur á útkomu skýrslunnar, og er skemmst frá því að segja, að hún fór ekki í prentsmiðjuna fyrr en rétt fyrir aðalfund 1949 og kom ekki út fyrr en 1951. Samtímis kom út skýi'sla um fuglamerkingar félags- ins árin 1944—1946. Acta Naturalia Islandica. — Svo sem getið var um i siðustu skýrslu, var prentun á sex fyrstu ritgerðum þessa ritsafns lokið í marz 1947. Þá hafði Náttúrugripasafnið þegar yfirtekið útgáfu þessa ritsafns, og er hún ekki síðan á vegum félagsins. Ndttúrufrœðingurinn. — Árin 1947—1949 var Guðmundur Kjartansson ritstjóri Nátt- úrufræðingsins. Kom tímaritið út í fjórum þriggja arka heftum árlega og var prentað 1 Prentsmiðjunni Hólum h.f. Oll þrjú árin naut tímaritið styrks úr félagssjóði Náttúru- fræðifélagsins, kr. 3000 ár hvert. Flóra íslands. — 3. útgáfan af Flóru íslands var nær fullbúin til prentunar í árslok 1946. I-laustið 1947 var byrjað að setja liana í prentsmiðju Odds Björnssonar á Akur- eyri. Hafði Steindór Steindórsson, grasafræðingur, aðaltimsjón með prentuninni, en grasafræðingarnir Ingimar Óskarsson og Ingólfur Davíðsson önnuðust prófarkalcstur með honum. Þar eð sýnt þótti, að það yrði Náttúrufræðifélaginu um megn að standa eitt sér undir útgáfukostnaði Flórunnar og sjá um sölu hennar, var í samráði við ritstjórnina gerður samningur við bókaútgáfuna Norðra á þeim grundvelli, að Náttúrufræðifélagið teldist útgefandi bókarinnar og kostaði handrit, myndir og myndamót, en Norðri tæki að sér útgáfuna í umboði félagsins, kostaði pappír, prentun og band og sæi um útsölu, en sölutekjur gengju til greiðslu á pappír, prentun og bandi, þar til er fullborgað væri, síðan yrði greitt handrit, myndir og myndamót, en ágóða þar eftir skipt að jöfnu milli Náttúrufræðifélagsins og Norðra og skyldi hlutur félagsins renna í Minningarsjóð um Stefán skólameistara Stcfánsson. Samningur þessi var undirritaður 24. febr. 1948, og kom Flóran út í nóvember sama ár. Er skylt að þakka bókaútgáfunni Norðra mikla lipurð og tilhliðrunarsemi við félagið í sambandi við þessa útgáfu og fyrir vandaðan frágang á Flórunni. Sömuleiðis eiga þeir grasafræðingar, sem að útgáfunni unnu, þakk- ir félagsins skilið fyrir vel unnið starf. Fjárhagur félagsins Þess skal með þakklæti getið, að Alþingi veitti félaginu styrki til starfsemi sinnar, kr. 9.000,00 fyrir hvert áranna 1947—1949. Eins og um getur í síðustu skýrslu, var samþykkt á aðalfundi félagsins þ. 22. febr. 1947, að hússjóður félagsins, að upphæð kr. 82.396,21, skyldi fylgja Náttúrugripasafn- inu, er það yrði afhent ríkinu, en samningurinn um afhendingu safnsins og hússjóðsins var undirritaður 16. júní 1947. Reikningar félagsins, sem hér fara á eftir, sýna annars, hvernig fjárhag félagsins er háttað og hvernig fé þess hefur verið varið þau þrjú ár, sem þessi skýrsla nær yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.