Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 58
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Skuggamyndir voru sýndar ineð flestum erindanna, og umræður urðu að flestum er- indunum loknum. Aðsókn að fundunum var að meðaltali 28 manns. Dagana 14.—15. ágúst var farin fræðsluferð lil Hagavatns undir leiðsögn Jóns Ey- þórssonar, veðurfræðings. Þátttakendur voru 10. 1949 Félagið gekkst fyrir 8 samkomum í 1. kennslustofu Háskólans. Á samkomunum voru þessi erindi flutt: 10. janúar: Dr. Giinter Timmermann: „Leyndardómar gauksins". 31. janúar: Hermann Einarsson, dr. phil.: „Rannsóknir á sunnlenzkri síld“. 28. febrúar: Trausti Einarsson, prófessor, Þorbjörn Sigurgeirsson, mag. scient. og Sig- urður Þórarinsson, fil. dr.: „Um Geysi í Haukadal". 28. marz: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri: „Um fiskirækt í ám og vötnum". 25. apríl: Sigurður H. Pétursson, dr. phil.: „Um gerlana í sjónum". 30. maí: Unnsteinn Stefánsson, efnafræðingur: „Sjórannsóknir á norðlenzka síldar- svæðinu". 31. október: Fundur helgaður 60 ára afmæli félagsins. Finnur Guðmundsson, dr. rer. nat., flutti erindi um Náttúrugripasafnið. Sigurður Þórarinsson, fil. dr., ræddi um „Náttúrufræðifélagið, fortíð þess og framtíð" og flutti síðan erindi: „Um náttúru- vernd". 22. nóvember: Guðmundur Kjartansson, mag. scient.: „Um Þjórsárhraun". Skuggamyndir voru sýndar með öllum erindunum og kvikmynd með erindinu 28. marz. Nokkrar umræður urðu að flestum erindunum loknum. Aðsókn að fundunum var að meðaltali 32 manns. ( 60 ára afmæli félagsins Þann 16. júlí 1949 átti Hið íslenzka náttúrufræðifélag 60 ára afmæli. I tilefni af af- mælinu var efnt til fræðslu- og skemmtiferðar um Krísuvík og Selvog til Þingvalla sunnudaginn 17. júlí. Leiðsögumenn voru stjórnendur félagsins. Þátttakendur voru 40 og fengu hið ákjósanlegasta veður. Skoðað var Grænavatn, farið út í Selvog og Þorláks- höfn og gróðurathuganir gerðar, þar sem við var komið. Á Þingvöllum var sameigin- legt borðhald í Valhöll. Að því loknu var skotið á fundi uppi á rimanum milli Flosa- gjár og Nikulásargjár. Þar kvaddi formaður félagsins sér hljóðs, rakti í stuttu máli sögu félagsins og ræddi um tilgang þess og tilkynnli síðan, að stjórn félagsins hefði í tilefni af afmælinu gert eftirtalda menn að heiðursfélögum: Árna Thorsteinsson, tónskáld, Jóhannes Jóhannesson, fyrrv. bæjarfógeta, Sigurð Kristjánsson, bóksala — en þessir þrír voru meðal stofnenda félagsins — Pál Einarsson, fyrrv. hæstaréttardómara, sem var mcðal stofnenda fyrirrennara félagsins, Náttúrufræðifélagsins i Kaupmannahöfn, 1887, og Valtý Stefánsson, ritstjóra, fyrir margháttaðan stuðning við félagið. Tveir hinna nýkjörnu heiðursfélaga voru viðstaddir, þcir Páll Einarsson og Valtýr Stefánsson, og þökkuðu þeir með ræðum. Hinn síðarnefndi gaf í þakkarræðu sinni fyrirheit um að gefa félaginu útgáfuréttinn að Plöntunum eftir Stefán Stefánsson, skólameistara, þegar núverandi upplag væri þrotið, ef félagið óskaði þess þá. Frá Þingvöllum var síðan ekið til Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.