Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 3
Sigurður Þórarinsson: Herbert múnkur og Heklufell Á ofanverðum áttunda tug tólftu aldar dvaldist í hinu fræga cisterciensaklaustri í Clairvaux (Clara vallis) í Frakklandi kapellán, sem Herbert hét eða Herbertus. Herbert þessi hafði áður verið ábóti í Mores í héraðinu Longres og varð síðar erkibiskup í Torres á Sar- díníu. Á meðan Herbert dvaldist í Clairvaux-klaustri, samdi hann rit mikið, sem heitir Liber miraculorum eða Bók undranna. Þetta rit- verk hefur varðveitzt í þremur handritum, en þó ekki í Jieild nema í einu þeirra, sem er pergament-handrit frá klaustrinu Aldersbech í Passau og varðveitt í ríkisbókhlöðunni í Munchen (Cod. lat. Monac. 2607 4to). Þetta handrit er frá því snemma á 13. öld. í ritinu Chronicon Clarevallense, frá þriðja tug 13. aldar, er sagt, að Herbert hafi ritað bók sína árið 1178. En í ritgerð, sem birtist í sænska tímaritinu Scandia 1931, hefur prófessor Lauritz Weibull í Lundi sýnt fram á, að bókin hafi ekki verið rituð öll á því ári, heldur á árunum 1178—1180. Bók herra Herberts er merkileg frá íslenzku sjónarmiði. Hún hef- ur nefnilega að geyma elztu frásögn af Heklugosi, sem til er, og einnig elztu frásögnina af jökulhlaupi, að óljósum frásögnum Land- námabókar e. t. v. undanteknum. Þótt undarlegt sé, mun enginn íslendingur, og raunar enginn, sem um íslenzka eldfjallasögu hefur ritað, liafa lesið þennan íslands- kafla Herberts í lieild, fyrr en ég síðastliðið haust fékk gerðar af hon- um ljósmyndir eftir handritinu í Múnchen og fékk Jakob Benedikts- Myndir i ncestu opnu: Textasíðurnar 107v og 108r í Munchenhandriti bókar Herherts frá Clairvaux: Liber miraculorum. Raunveruleg blaðliæð er 26.5 sm. — Cod. lat. Monac. 2607 4to, pp. 107v and 108r. lleduced size.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.