Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 30
Finnur Guðmundsson: íslenzkir fuglar II Lómur (Colymbus stellatus Pontopp.) Lómurinn er náskyltlur himbrimanum og líkist honum mjög, hvað vöxt og lífshætti snertir. Stærðarmunur er þó mikill, því að lómurinn vegur aðeins 1—2 kg. í sumarbúningi er lómurinn hvítur að neðan, en mósvartur að ofan. Fremst á baki og á yfirvængþökum eru ávallt hvítir smádílar, og á öxlum, baki, yfirgumpi og yfir- stélþökum er líka oftast meira eða minna af hvítum dílurn eða dropum. Framan á hálsi er hann sótrauður, en á kverk, vöngum og hálshliðum öskugrár. Ofan á höfði er hann grásvartur (með svörtum fjaðrahryggjum) og á hnakka og aftan á hálsi svartur með hvítum langrákum. Nefið er hornsvart. Fætur svartir að utanverðu, en ljósgráir að innanverðu og á fitjum. Lithimna augans er vínrauð. Útlitsmunur eftir kynferði er enginn, en kvenfuglar eru yfirleitt heldur minni en karlfuglar. — Fuglar í vetrarbún- ingi eru ekki aðeins hvxtir að neðan, heldur og einnig framan á hálsi og á hálshliðum, á kverk, og á vöngum upp að augum. Að ofanverðu eru þeir mósvartir með þéttum, hvítum dílum. Og ofan á höfði og aftan á hálsi eru þeir dökkgráir með hvítum rák- um. Lómurinn er varpfugl í norðlægum löndum allt í kringum hnöttinn. Hér á landi er hann allalgengur varpfugl um allt land. í ritum um íslenzka fugla er því víða haldið fram, að lómurinn verpi hér aðeins á láglendi. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Að vísu er lómurinn miklu algengari sem varpfugl x lágsveitum en til heiða og fjalla, en eigi að síður er vitað, að lómurinn verpur hér í miðhálendinu á nokkrum stöðum. Meðal annars vcrpa' lómar i Þjórsárverum við Hofsjökul í allt að 600 xn liæð yfir sjó. Varp- stað velur lómurinn sér við tjarnir og vötn, jafnvel stundum við lygnar ár. í mótsetn- ingu við himbrimann verpur hann oft við sefi girtar smátjarnir eða grunnar flæði- tjainir, enda þótt þær séu fisklausar með öllu. í slíkum tilfellum verður lianu að sjálf- sögðu að sækja sér fæðu í nálæg veiðivötn eða til sjávar, og lætur hann sig ekki muna um að fljúga langar vegalengdir í þeim erindum. Yfirleitt má segja, að himbrimi og lómur útiloki hvorn annan, þ. e. a. s. verpi ekki við sama vatn eða tjörn. Enda er það algild íegla, að náskyldar fuglategundir þrífist ekki lilið við hlið, nema einhver veru- legur munur sé á lífsháttum þeirra. Oftast er hvert lómapar xit af fyrir sig eða aðeins eitt par við hverja tjörn. Þó er vitað um nokkra staði hér á landi, þar sem allmargir lómar verpa saman í byggðum (Krossvatn á Skarðströnd, Bxeiðamerkursandur). Hreiður gerir lómurinn sér á bökkum vatna eða tjarna cða í smáhólmum eða töpp- um nærri landi. Eins og hjá himbrimanum er það ávallt svo nærri vatnsboiði, að fugl- inn getur rennt sér beint af hreiðrinu út á vatnið. Og eins og hjá himbrimanum verð- ur oft bæld skriðbraut eftir fuglinn milli hreiðurs og vatns. Hreiðrið er mjög svipað hreiðri himbrimans, en minna (þvermál hrciðurlautar 27—28 cm, dýpt 4—5,5 cm). í hreiðrinu er oftast mcira eða minna af blautum mosa og mýrgresistægjum, sem fugl- inn reitir upp í kringum hreiðrið eða sækir í vatnið. Oft viiðist lómtxrinn draga til- tölulega meira af hreiðurefnum í hreiðrið en himbriminn. Eggin eru 2, mjög sjaldan aðeins 1. Þau eru miklu minni cn hiinbrimaegg, cn eins að lit og lögun. Um útungun- artímann er ekki vitað mcð vissu, en hann er talinn vera 24—29 dagar. Ekki er vitað, hve langur tími líður frá því, er ungarnir koma úr egginu, þar til er þeir verða fleygir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.