Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 19
AFLASVEIFLUR OG ÁRGANGASKIPUN 65 2. mynd. Þorskveiði á vetrarvertíð jan,—maí. Heil lína: Ijöldi fiska á 1000 öngla. Brotin lína: tonn á dag (sl. m. haus) á ísfiskveiðum. Punktalína: tonn á dag (sl. m. haus) á saltfiskveiðum. miklum fiskveiðum og eru oftast nær líffræðilegs eðlis. Viðkoma stofnsins verður um tíma minni en álagið, þá fer aflantagnið minnk- andi nokkur ár og fólk talar um „rányrkju“, „ofveiði“ o. s. frv. Stundum fer svo, að stofninn nær sér alls ekki upp aftur, t. d. ýsan í Norðursjó, eldri fiskurinn hverfur að mestu úr veiðinni, sem þá eingöngu byggist á smáfiski. Þá virðist mega tala um „ofveiði“. Þessar sveiflur í stofninum koma greinilegast fram, ef athuguð er veiðin miðað við ákveðna fyrirhöfn, t. d. fjöldi fiska pr. 1000 öngla eða afli á dag, á 100 togtíma o. s. frv. Á 2. mynd eru sýndar sveiflurn- ar í aflamagninu pr. 1000 öngla í Véstmannaeyjum (aðallega byggt á róðratölum Þorsteins Jónssonar í Laufási, Vestmannaeyjum) og dagveiði íslenzkra togara (í salt og ís). Ef við nú fyrst athugum línu- veiðina, eru þar 4 greinileg hámörk: 1901, 1911, 1921 og 1932. Hér virðist vera furðu regluleg bylgjuhreyfing með 10 ára millibili og sú seinasta stærst. Dagveiði togaranna á „saltfisk“-veiðum (jan,— maí) er einnig í góðu samræmi við línuveiðina. Árið 1938 og 1939 fer aflinn að glæðast og er 1939 kominn upp í 76 fiska pr. 1000 öngla. Því miður eru ekki til skýrslur um afla pr. 1000 öngla á stríðsárunum, en við getum fylgt þróuninni áfram hjá dagveiði tog- ara er fiska í ís (jan,—maí) og sjáum, að hún fer ört vaxandi öll stríðsárin og nær hámarki 1948, en fellur síðan. Nýju togararnir ATdtlúrufrœðingurinn, 2. h. 1952 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.