Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 3
Sigurður Þórarinsson: HVERFJALL II. Aldur Hverfjalls og myndun Túíílögin norður af Hverfjalli I fyrri Jiluta þessarar ritgerðar var sýnt fram á, að Hverfjall er byggt úr lagskiptu túffi. Þetta túff, sem er grásvart í fersku brotsári, er að miklu leyti basaltgler, meira eða minna dökkt að lit. Brotlilutfall þess er, sam- kvæmt ákvörðun Tómasar Tryggvasonar, > 1.60 en 5= 1.61, og það ber engin merki ummyndunar í palagónít. Hér er því ekki um móberg að ræða í venjulegri skilgreiningu þess hugtaks. í túffinu eru, sem fyrr getur, klessur af hraunfrauði hér og þar; í þessiun hraunklessum eru feldspatdílar, og samkvæmt ákvörðun Tómasar er feldspatinn plagíóklas (basískur labrador eða súr bytownite). Það er alveg frá- leitt að ætla, að þetta þunnlagskipta túff hafi runnið sem eins konar öskugrautur, enginn vafi er á, að það er myndað í sprengigosi. Prófessor Tiausti heldur því raunar frarn í grein sinni um Hverfjall (bls. 116 og 118), að gígveggir af Hverfjalls- og Hrossaborgargerð, þar sem stór björg er að finna í lagskiptu, fíngerðu túffi, hafi alls ekki getað myndazt við sprengigos, en þetta hefur nú samt skeð þarna, og nærtækt dæmi um, að slíkt skeður raunverulega, er sprengigígur, sem myndazt hefur fyrir augunum á okkur íslenzkum jarðfræðingum alveg nýverið, nefnilega Axlargígurinn í Heklu. Hann þeytti svo sannarlega upp margra tonna björgum af og til og hlóðst upp sem sprengigígur, án þess að hraun ylli nokkru sinni yfir barma hans, en engu að síður er gosmölin í honum fallega Jag- skipt (10. mynd) og sum lögin mjög fíngerð, þótt ekki séu þau að jafnaði eins þunn og Hverfjallslögin. Næstum nákvæmlega sams konar lagskipting og í Hverfjalli er, samkvæmt lýsingu C. W. Firth’s (1930), í liverfjallinu Crater Hill á Aucklandeiði. Svipuð er og lagskiptingin í hverfjallinu Pupuke, en það eldfjall er, sain- NáUúrufrceÖingurinn, 4. hefti 1952 10

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.