Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 12
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hverasvæðinu austan í Námafjalli, en þar eru túfflögin a. m. k. 1 m þykk. Milli efra ljósa iagsins og túffsins er 1—5 sm þykkt lag af fín- gerðri mold, og eru því túfflögin á að gizka 100—200 árum yngri en þetta öskulag, en um aldur þess má fá sæmilega hugmynd með því að athuga afstöðu þess í mómýrum norðanlands til lurkalags, sem þar er víðast að finna. Telja má nokkurn veginn víst, að mörkin milli þessa lurkalags og ofanáliggjandi mýrarjarðvegs, sem er miklu minna fúinn, mótsvari Jreirri snöggu loftslagsbreytingu, sem varð á mótum brons- og járnaldar um 600 f. Kr. Efra ljósa öskulagið er víðast næstum efst í Jiessu lurkalagi, og hef ég því áætlað aldur Jiess 2500—3000 ár, og er þá aldur Hverfjalls á að gizka 2300—2800 ár. Hverfjall er því ekki eldra en svo, að hefði Odysseifur á sínum reis- um komið til Mývatns, hefði hann ekkert Hverfjall fyrir fundið. I’ess má geta, að bráðlega er von til Jiess, að hægt verði að ákvarða aldur Ijósu öskulaganna, og þá um leið Hverfjalls, með meira öryggi en hingað til, með mælingum á geislavirku kolefni (Carbon14), en sú aðferð er nýlega fundin upp af amerísku vísindamönnunum Libby og Arnold. Hafa sýnishorn af mónum hið næsta ljósu öskulögunum verið send til Yale-háskólans (Geochronometric Laboratory) til ald- ursákvörðunar, og hefur mér verið tilkynnt, að þau verði látin ganga fyrir flestum öðrum sýnishornum, sem Jiangað hafa verið send til aldursákvörðunar, vegna þess hve víðtæka þýðingu aldursákvörðun öskulaganna geti haft. Má búast við aldursákvörðuninni fyrir næsta vor. Öskulagiö h Sú staðreynd, að Hverfjall er yngra en öskulagið H3, þ. e. ekki nema um 2500 ára gamalt, hlýtur að vekja Jiá spurningu, hvort ösku- lag úr Hverfjallsgosinu sé ekki að finna víðar á Mývatnssvæðinu en í túffstöbbunum norður og norðaustur af fjallinu. Jú, raunar er það svo, að það finnst þarna víða, enda þótt mér yrði það ekki fyllilega ljóst fyrr en sumarið 1951. Þegar sumarið 1948 hafði ég mælt nokkur jarðvegssnið í hrauni Jdví, sem umlykur hinn forna gjallhól Ytra Höfða suðaustan við Reykjahlíð. í þessum sniðum var eitt basalt- öskulag mun grófara og þykkara en önnur dökk öskulög í sniðun- um. Þetta lag er hið næsta fyrir ofan H3 og aðeins 1—3 sm Jrykkt moldarlag á milli (sbr. snið III á 18. mynd). Eg sé af dagbókum mín- um, að ég hef táknað þetta lag með bókstafnum h og gizkað á, að Jiað væri úr Hverfjalli. Sumarið 1950 komst ég þó á aðra skoðun. Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.