Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 26
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Lokaorð Spyrja má að lokum: Ef túffið í Hverfjalli, sem Trausti Einarsson telur liafa komið upp úr jörðinni sem þykkfljótandi móbergsgraut, er sannanlega myndað á allt annan hátt, nfl. í kröftugu sprengigosi, hvað þá um annað móberg, sem Trausti telur hafa ollið upp úr jörð- inni sem eins konar graut? Því er til að svara, að sú staðreynd, að Trausti hefur rangtúlkað myndun Hverfjalls, útilokar náttúrlega alls ekki þann möguleika, að móberg hafi annars staðar myndazt á þann hátt, sem hann heldur fram. Ritgerð hans um Hverfjall er hressandi og hugvekjandi og jók hún mjög forvitni mína um myndun Hverfjalls, en hún ber þess of mörg merki að vera fremur byggð á trú en gaumgæfilegri skoðun, og þess er að gæta, að mikið af því mó- bergi, sem Trausti hefur lýst frá öðrum stöðum og talið hafa runnið upp sem graut, er allt annarrar gerðar en túffið í Hverfjalli, sem, eins og áður getur, er raunverulega ekkert móberg. Hrossaborg hef- ur þó áreiðanlega myndazt á sama hátt og Hverfjall, eins og vikið mun verða að í grein síðar, og er því túlkun Trausta á myndun hennar einnig röng, og þar með fellur einnig skýring hans á myndun hringfjalla tunglsins. Hér og þar í íslenzkum móbergsmyndunum er meira eða minna af lagskiptu túffi líkrar gerðar og vafalítið sams konar uppruna og Hverfjallstúffið, þ. e. myndað í sprengigosum. Slíkt túff má t. d. sjá við Kleifarvatn norðanvert, í Sæfjalli í Vestmannaeyjum, í Bláfjalli við Mývatn og í Öskju (25. mynd). En slíkt berg er þó aðeins dálítill hluti íslenzku móbergsmyndunarinnar. Mikið af móbergsþursaberg- inu í móbergsfjöllum okkar er myndað á annan hátt. Mér virðist vel mögulegt, að eitthvað af því þursabergi geti verið myndað á þann hátt, sem Trausti heldur fram, en álít þó, að ekki verði komizt hjá þeirri staðreynd, að íslenzka móbergsmyndunin sé að mestu leyti ísaldarmyndun, að ýmis móbergsfjöll, t. d. Jarlhettur, Námafjall og hryggirnir kringum Möðrudal, séu raunverulega hlaðin upp undir ísþekju og að móbergsmyndunin verði ekki skýrð án tillits til þess- ara staðreynda. Að mínum dómi er íslenzka móbergsmyndunin svo flókin og margþætt, að mjög varhugavert er að algilda (generalisera) athuganir á takmörkuðum svæðum. Það þarf nákvæmar rannsóknir og ótvíræða úrskurði um myndun margra einstakra móbergsfjalla, áður en gáta íslenzku móbergsmyndunarinnar verður að fullu ráðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.