Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 32
174 N ÁT TIJ R U F RÆ ÐINGURINN segja talað um að senda eldflaug til tunglsins, og fólki almennt þætti það víst ekki mjög mikil tíðindi, þó að sú fyrsta yrði send á morgun. Og svo er það á allra vitorði, að stórveldin liugsa oft hvert til annars í eldflaugum, og eiga víst ýmislegt í fórum sínum af slíku tagi. Það var því engin furða, þó að mörgum hafi dottið í hug, að með þess- um fljúgandi diskum væri eittlivert herveldið að prófa sig áfram með fjarstýrðar eldflaugar. Tæpast var hægt að búast við því, að framleiðandinn léti nafns síns getið. Öllu meira ímyndunarafli en þessu hafa þeir þó verið gæddir, sem talið hafa hina fljúgandi diska vera geimför frá öðrum hnöttum. Hefur reikistjarnan Marz einkum verið nelnd í því sambandi, en þaðan vænta rnenn jafnan lielzt einhvers lífsmarks. Voru þeir ótrú- lega margir, sem héldu því fram í fyllstu alvöru, að þama væru Marzbúar á ferð, en þeim mundi leika hugur á að kynnast nokkuð búskaparháttum vorum jarðarbúa. Þannig hefur ímyndunaraflið leitt fólk að margvíslegum niður- stöðum, og ógreinileg fyrirbrigði Jiafa fengið á sig ægilegar myndir, er fregnin af þeim barst mann frá manni. En hvað skal segja um fyrirbrigði eins og t. d. þau, sem sáust í borginni Washington nú í surnar? Það var nótt eina í júlímánuði. í varðturni flugvallarins við Washington gekk allt sinn vanagang. Flugvélar komu og fóru. Við radartækið var maður, sem fylgdist með umferðinni í námunda við höfuðborgina. Allt í einu koma nokkrir bjartir blettir fram í tækinu, og virtust þeir svífa yfir borginni, stundum hægt og stundum með allt að 11.500 km hraða á klst. Gert var aðvart á varðstöð flughersins, nokkrar mílur í burtu. Þar sást að vísu ekkert óvanalegt í radartækinu, en með berum augum sást kringlóttur Ijósblettur á sveimi í loftinu. Flugvélar voru sendar upp, en þær urðu einskis varar. Það sem eftir var vikunnar, sáust öðru hverju dularfullir ljósblettir á sveimi í loftinu frá þessum varðturn- um, en á laugardagskvöldið keyrði þó fyrst úr hófi, því að þá svifu þeir hópum saman fram og aftur í loftinu yfir borginni. Flugvélar fóru enn á stúfana, en fundu ekki neitt. Nokkrir flugmannanna töldu sig þó hafa séð einhver dularfull ljós. Þetta lítur allt mjög einkennilega út, en getur samt haft ofur ein- falda orsök, eða að minnsta kosti telur dr. D. H. Menzel að svo sé. Dr. Menzel er prófessor í jarðeðlisfræði við Harwardháskóla, og birtist viðtal við liann í viknritinu Time þ. 9. júní s.l., um hina fljúgandi diska. Skal nú vikið hér að skýringum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.