Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 24
166 NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN Þegar Monte Nuovo myndaðist Það vill svo vel til, að fjall eitt, sem líkist Hverfjalli mjög að bygg- ingu, hefur myndazt að mönnum ásjáandi, það er Monte Nuovo (24. mynd). Þetta fjall er rétt hjá smábænum Pozzuoli, sem liggur yzt við norðanverðan Napólíflóa. Eins og fyrr getur, er það nokkru lægra en Hverfjall eða 120 m, þvermál gígsins efst er 370 m, dýpi gígsins 117 m og halli úthliða 30°. Samkvæmt þeim lýsingum á þessu fjalli, sem ég hef náð í (einkum í ritum Frakkanna Dauberry og Dufrénoy), er fjallið ldaðið upp úr lagskiptri gosmöl og hallar lögunum aðallega eða eingöngu út frá gígnum. Sama er að segja urn hið nærlæga hverfjall Gli Astroni, sem hefur að auki innri keilu úr túffi, alveg eins og Hverfjall. Samkvæmt samtíma heimildum (einkum riti S. Portiusar, De conflagratione etc.) er myndunarsaga Monte Nuovo í stuttu máli þessi: Um tveggja ára skeið, áður en gosið hófst, hafði verið mikið um jarðhræringar á Pozzuoli svæðinu, svo að fá hús voru þar eftir ósködduð. Þann 26. september 1538 ágerðust þessar jarðhræringar mjög og voru nær látlausar þann dag og næsta. Þann 28. hækkaði ströndin utan við bæinn Pozzuoli svo, að íbúarnir gátu tínt dauða fiska úr fjörunni, sem iiafði breikkað um 200 skref. Að morgni þess 29. lækkaði dálítið landssvæði í grennd við bæinn um 4 m, og leir- blandið vatn kom upp, en um nónbil sama dag tók þetta svæði aftur að hækka og hvelfast upp. Aðfaranótt þess 30. rofnaði þessi hvelfing og tók að gjósa ösku, vikri og grjóti. Á næstu 12 tímum náði fjallið að mestu þeirri hæð, sem það hefur nú. Þann 1. október hætti gosið, en dagana 3.-6. október kornu aftur einstöku goshrinur með nokkru öskufalli, og ein þessara goshrina drap 24 manna hóp, er liafði hætt sér upp á fjallið þ. 6. október. Glóð sást í gígbotninum næstu tvo mánuðina, og smáumbrot voru af og til í gígnum til janúarloka 1539. Þessi frásögn kemur ekki illa heim við þá hugmynd, sem hér að framan liefur verið látin í Ijós um gang gossins í Hverfjalli út frá athugunum á gerð þess og dreilingu öskunnar út frá því. Orsakir Hverfjallsgossins Ameríski jarðfræðingurinn H. T. Stearns telur, að sprengingar þær, sem hlaðið hafa upp hverfjöllin á eynni Oahu, er fyrr var um getið, hafi orsakazt af því, að bergkvika (magma) hafi komizt í beina snertingu við vatn, annaðhvort undir hafsbotni eða í gljúpu kóralla- kalki. Nýsjálenzki eldfjallafræðingurinn C. A. Cotton virðist hallast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.