Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 18
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Magn gosefna úr Hverfjallsgosinu Ég hef reynt að fylgja útbreiðslu Hverfjallsöskunnar lengra frá Hverfjalli. Þykkt þess í þeim sniðum, sem ég hef mælt á Mývatns- svæðinu, er sýnd á kortinu á 19. mynd. Það erfiðar mjög athugun á útbreiðslu og þykktardreifingu þessa öskulags, hversu útbreidd yngri hraun eru á þessum slóðum. Aðalstefna öskumakkarins hefur verið til NA. Við þjóðveginn beint S af Jörundi, 12 km NA af Hverfjalli (snið XI á 18. mynd) er lagið 15 sm þykkt og mjög grófsöndugt og er þar enn greinilega lagskipt. Rétt norðan við þjóðveginn, 5 km aust- ar, er lagið um 8 sm þykkt. Ekki fann ég lagið með vissu í sniðurn norðan í Biskupshálsi á Hólsfjöllum né heldur undir bæjanústun- um á Gömlu Grímsstöðum, og ekki hef ég heldur orðið þess var í jarðvegssniðum í Axarfirði. Hinn norðaustlægi öskugeiri hefur því verið næsta mjór. Vestan Mývatnssveitar hef ég ekki fundið þetta öskulag í jarðvegssniðum. Hversu mikið rnagn gosefna hefur komið upp í Hverfjallsgosinu, verður ekki sagt með neinni nákvæmni, en nokkrar tölur skulu þó nefndar, er gefa hugmynd um þetta magn. Með hjálp formúlunnar fyrir rúmmáli stýfðrar keilu er hægt að reikna út rúmmál Hverfjalls sjálfs, og er það (að skálinni frádreginni) um 130 milj. m3. Rúmmál öskulagsins innan 25 km fjarlægðar frá fjallinu er, lauslega áætlað, um 100 milj. m3. Heildarrúmmál hinna föstu gosefna í því saman- þjappaða formi, sem þau eru, má áætla 300—400 milj. m3, og hefur það vart verið minna en um hálfur miljarð m3 strax eftir gosið. Til þess að geta farið nærri því, hversu miklu rúmmáli af föstu bergi þetta mótsvarar, hef ég fengið ákvarðaða rúmþyngd túffsins í Hver- fjalli sjálfu og í stöbbunum suður af Jarðbaðshólum. Samkvæmt þessari ákvörðun, sem gerð var á Atvinnudeild Háskólans af Haraldi Ásgeirssyni, er rúmþyngd túffsins í gígveggjunum (að grjóti frá- skildu) 1.76 og nær nákvæmlega hin sama (1.75) er rúmþyngd túffs- ins suður af Jarðbaðshólum. Rúmþyngd þétts bergs sömu efnasam- setningar er um 2.9 og samsvarar því rúmmál Hverfjalls sjálfs um 80 milj. m3, en heildarmagn fastra gosefna um 200 milj. m3 af þéttu basaltbergi. Er það meira en fjórði hluti af magni þeirra föstu gos- efna, sem komu upp í síðasta Heklugosi, en sjálft öskumagnið mun minni um Laxárgljúfur. I.íklega er það fullhátt áætlað, og verður vonandi hægt að skera úr því á næstunni með Carbonl-l ákvörðun, en sýnishorn af mó hið næsta þessu öskulagi hefur einnig verið sent út til aldursákvörðunar. Aldur H.j hef ég áætlað um 4500 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.