Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 18
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Magn gosefna úr Hverfjallsgosinu Ég hef reynt að fylgja útbreiðslu Hverfjallsöskunnar lengra frá Hverfjalli. Þykkt þess í þeim sniðum, sem ég hef mælt á Mývatns- svæðinu, er sýnd á kortinu á 19. mynd. Það erfiðar mjög athugun á útbreiðslu og þykktardreifingu þessa öskulags, hversu útbreidd yngri hraun eru á þessum slóðum. Aðalstefna öskumakkarins hefur verið til NA. Við þjóðveginn beint S af Jörundi, 12 km NA af Hverfjalli (snið XI á 18. mynd) er lagið 15 sm þykkt og mjög grófsöndugt og er þar enn greinilega lagskipt. Rétt norðan við þjóðveginn, 5 km aust- ar, er lagið um 8 sm þykkt. Ekki fann ég lagið með vissu í sniðurn norðan í Biskupshálsi á Hólsfjöllum né heldur undir bæjanústun- um á Gömlu Grímsstöðum, og ekki hef ég heldur orðið þess var í jarðvegssniðum í Axarfirði. Hinn norðaustlægi öskugeiri hefur því verið næsta mjór. Vestan Mývatnssveitar hef ég ekki fundið þetta öskulag í jarðvegssniðum. Hversu mikið rnagn gosefna hefur komið upp í Hverfjallsgosinu, verður ekki sagt með neinni nákvæmni, en nokkrar tölur skulu þó nefndar, er gefa hugmynd um þetta magn. Með hjálp formúlunnar fyrir rúmmáli stýfðrar keilu er hægt að reikna út rúmmál Hverfjalls sjálfs, og er það (að skálinni frádreginni) um 130 milj. m3. Rúmmál öskulagsins innan 25 km fjarlægðar frá fjallinu er, lauslega áætlað, um 100 milj. m3. Heildarrúmmál hinna föstu gosefna í því saman- þjappaða formi, sem þau eru, má áætla 300—400 milj. m3, og hefur það vart verið minna en um hálfur miljarð m3 strax eftir gosið. Til þess að geta farið nærri því, hversu miklu rúmmáli af föstu bergi þetta mótsvarar, hef ég fengið ákvarðaða rúmþyngd túffsins í Hver- fjalli sjálfu og í stöbbunum suður af Jarðbaðshólum. Samkvæmt þessari ákvörðun, sem gerð var á Atvinnudeild Háskólans af Haraldi Ásgeirssyni, er rúmþyngd túffsins í gígveggjunum (að grjóti frá- skildu) 1.76 og nær nákvæmlega hin sama (1.75) er rúmþyngd túffs- ins suður af Jarðbaðshólum. Rúmþyngd þétts bergs sömu efnasam- setningar er um 2.9 og samsvarar því rúmmál Hverfjalls sjálfs um 80 milj. m3, en heildarmagn fastra gosefna um 200 milj. m3 af þéttu basaltbergi. Er það meira en fjórði hluti af magni þeirra föstu gos- efna, sem komu upp í síðasta Heklugosi, en sjálft öskumagnið mun minni um Laxárgljúfur. I.íklega er það fullhátt áætlað, og verður vonandi hægt að skera úr því á næstunni með Carbonl-l ákvörðun, en sýnishorn af mó hið næsta þessu öskulagi hefur einnig verið sent út til aldursákvörðunar. Aldur H.j hef ég áætlað um 4500 ár.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.