Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 26
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Lokaorð Spyrja má að lokum: Ef túffið í Hverfjalli, sem Trausti Einarsson telur liafa komið upp úr jörðinni sem þykkfljótandi móbergsgraut, er sannanlega myndað á allt annan hátt, nfl. í kröftugu sprengigosi, hvað þá um annað móberg, sem Trausti telur hafa ollið upp úr jörð- inni sem eins konar graut? Því er til að svara, að sú staðreynd, að Trausti hefur rangtúlkað myndun Hverfjalls, útilokar náttúrlega alls ekki þann möguleika, að móberg hafi annars staðar myndazt á þann hátt, sem hann heldur fram. Ritgerð hans um Hverfjall er hressandi og hugvekjandi og jók hún mjög forvitni mína um myndun Hverfjalls, en hún ber þess of mörg merki að vera fremur byggð á trú en gaumgæfilegri skoðun, og þess er að gæta, að mikið af því mó- bergi, sem Trausti hefur lýst frá öðrum stöðum og talið hafa runnið upp sem graut, er allt annarrar gerðar en túffið í Hverfjalli, sem, eins og áður getur, er raunverulega ekkert móberg. Hrossaborg hef- ur þó áreiðanlega myndazt á sama hátt og Hverfjall, eins og vikið mun verða að í grein síðar, og er því túlkun Trausta á myndun hennar einnig röng, og þar með fellur einnig skýring hans á myndun hringfjalla tunglsins. Hér og þar í íslenzkum móbergsmyndunum er meira eða minna af lagskiptu túffi líkrar gerðar og vafalítið sams konar uppruna og Hverfjallstúffið, þ. e. myndað í sprengigosum. Slíkt túff má t. d. sjá við Kleifarvatn norðanvert, í Sæfjalli í Vestmannaeyjum, í Bláfjalli við Mývatn og í Öskju (25. mynd). En slíkt berg er þó aðeins dálítill hluti íslenzku móbergsmyndunarinnar. Mikið af móbergsþursaberg- inu í móbergsfjöllum okkar er myndað á annan hátt. Mér virðist vel mögulegt, að eitthvað af því þursabergi geti verið myndað á þann hátt, sem Trausti heldur fram, en álít þó, að ekki verði komizt hjá þeirri staðreynd, að íslenzka móbergsmyndunin sé að mestu leyti ísaldarmyndun, að ýmis móbergsfjöll, t. d. Jarlhettur, Námafjall og hryggirnir kringum Möðrudal, séu raunverulega hlaðin upp undir ísþekju og að móbergsmyndunin verði ekki skýrð án tillits til þess- ara staðreynda. Að mínum dómi er íslenzka móbergsmyndunin svo flókin og margþætt, að mjög varhugavert er að algilda (generalisera) athuganir á takmörkuðum svæðum. Það þarf nákvæmar rannsóknir og ótvíræða úrskurði um myndun margra einstakra móbergsfjalla, áður en gáta íslenzku móbergsmyndunarinnar verður að fullu ráðin.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.