Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 6
148 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 12. mynd. Túffstykki úr einum stabbanna á 11. mynd. Náttúrlcg stærð. — Piece of the tuff shown on Fig. 11. Natural size. — Ljósm. Tómas Tryggvason. óeðlilegt að álíta, að þetta sé túff frá jökultímanum og ruðning- urinn ofan á því sé jökulruðningur, en allt önnur verður raunin á, ef þetta er athugað nánar. Þetta túff er víðar að finna en hið næsta Hverfjalli. Þeir, sem farið hafa bílveginn frá Reykjahlíð að baðstöð- unum í Grjótagjá, hafa e. t. v. veitt því eftirtekt, að sunnan við veg- inn, þar sem hann iiggur vestur með suðurjaðri Jarðbaðshóla, blasa við einkennilegir stabbar eða hraukar, sem standa þar einstakir eða í röðum. Stabbar þessir eru 1—1.5 m á hæð (11. mynd). Þegar af bíl- veginum má greina, að þeir eru lagskiptir, því að vindur hefur sorf- ið þá, svo að lagskiptingin kemur greinilega fram. Við nánari athug- un sést, að hér er um upprunalegt (prímert) vúlkanskt túff að ræða. Lögin í því eru misþykk, 0.1—3.0 sm (12. mynd), og misgróf, algeng- ur grófleiki er grófsöndugt—fínmölugt (þvermál korna 0.2—2.0 mm), en í sumum lögunum eru vikurmolar 0.5—1.5 sm í þvermál. Ein- stöku lög eru úr fínmölugum vikri með alveg hnöttóttum kornum (písólítstrúktúr, 13. mynd), en í fleiri millilögum eru köntóttir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.