Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 9
HVERFJALL
151
■1
15. mynd. Mynd tekin frá næstum sama stað og 14. mynd, en séð til norðurs. í bak-
grunni Rauðaborg. Túfflögin hafa rofnað eftir jarðskjálftasprungu. — Pholo taken on
nearly the same spot as Fig. 14, but viewing N. In background the crater RauSaborg.
The tufflayers are broken up along an earthquake fissure. — Ljósm. S. Þórarinsson.
mynd), lögin í þeim yfirleitt nokkru grófari, og í þeim má sjá hraun-
mola og blágrýtissteina 10—20 srn í þvermál. Á sléttlendinu er túffið
víðast þakið malarlagi, mynduðu við veðrun in siln úr túffinu, og
eru í mölinni einstöku stærri steinar, sem verða því þéttari og stærri
sem nær dregur Hverfjalli. Er liægt að rekja túfflögin óslitið áfram
til þeirra mela norður og norðaustur af Hverfjalli, sem áður getur,
og er enginn eli á Jrví, að hér er um sömu túfflög að ræða, sem sé
túfflög úr því gosi, sem myndaði Hverfjall. Tórnas Tryggvason hef-
ur athugað glerið í túffinu úr stabba á flötinni rétt suður af Jarð-
baðshólum. Er brothlutfall Jiess >1.00 en £= 1.61, eða hið sama og í
glerinu í Hverfjalli sjálfu. Ekki verður vart ummyndunar í pala-
gónít, en sum kornin eru með gulleitum blæ, misjafnlega sterkum.
Telur Tómas víst, að þessi litur stafi af járnveðrun (ryðsamböndum).