Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 17
HVERFJALL 159 vikurmolar allt að 2 sm í þvermál, svo að sýnilegt er, að þar er komið í námunda við upptök þessa lags. — Þar með var gátan ráðin. Svarta grófa lagið næsta ofan við H3 er úr Hverfjalli komið og er því hér eftir táknað með li í jarðvegssniðum mínum. Það er úr sama gosi sem myndaði túffstabbana norður af Hverfjalli. Tómas Tryggvason jarðfræðingur hefur athugað fyrir mig ljósbrot glersins í þessu ösku- lagi suðiir af Hverfjalli og lijá Ytra-Höfða, og er það Iiið sama og í glerinu í túffstöbbunum og í túfflögum Hverfjalls sjálfs. Öskufallið í því gosi, sem myndaði Þrengslaborgir—Lúdentsborgir og Laxár- hraunið yngra, hefur verið svo lítið, að þess gætir ekki í jarðvegs- sniðum, nema Jiið allra næsta borgunum. Hefur gosinu að þessu leyti svipað til Sveinagjárgossins 1875. Það, sem hér hefur verið frá greint, breytir þó litlu eða engu um aldursákvörðun mína á Laxárhrauninu yngra, sem aðallega byggist á jarðvegssniðum í Laxárgljúfri. Hið ofangreinda er gott dæmi þess, hversu þétt þarf á stundum að grafa jarðvegssnið til þess, að hægt sé með öryggi að rekja öskulag til sinnar eldsstöðvar, en það sýnir um leið, að mögulegt er að rekja öskulögin, ef nógu vandvirknislega er unnið.* * Til fróðleiks skal hér vikið nokkrum orðum að öskulögum í jarðvegssniðunum á 18. mynd, öðrum en þeim, sem þegar hafa verið nefnd, enda þótt þau komi Hverfjalli sem slíku ekki við. — Lagið M myndaðist í Mývatnseldum á þriðja áratug 18. aldar. líklega aðallega eða eingöngu í sprengigosinu 17. maí 1724, sem myndaði gíginn Víti suðvestan í Kröflu. Af samtíma lýsingum að dæma mátti gera ráð fyrir, að þetta lag væri nokkuð þykkt í Mývatnssveit, og hafði ég þvf áður látið mér í hug koma, að lagið a myndi vera frá þessum „eldum", en svo reyndist ekki vera. Lagið M er örþunnt (0.3—0.5 sm) í Mývatnssveit og sést ekki f nærri öllttm jarðvegssniðum, en þykknar fljótt, er kemur norður fyrir Reykjahlíð. hað þekkist í Mývatnssveit á því, að það cr mun grófara en öskulögin næstu undir því, sem eru frá fjarlægari eldstöðvum. Ösku- lag það, sem merkt er a í jarðvegssniðunum, hef ég rakið yfir allt Austurland til Hornafjarðar. Þar liggur það ofan á ljósa öskulaginu úr Öræfajökulsgosinu 1362, og skilja þau aðeins fáir sentimetrar jarðvegs. Þetta lag er því að líkindtim frá því um 1400 og hefur það gos, sem myndaði það, verið mikið öskugos, og hlýtur að hafa valdið verulegum landspjöllum víða um Austurland, en ekki veit ég enn, frá hvaða eldstöð það muni vera. Öskulögin b og c er að finna um allt Norðausturland, og eru þau að h'kindum frá því skömmu fyrir landnámsökl. Öskulagið IIj er úr því gosi, sem eyddi Þjórsárdal. Þetta lag er mjög þunnt á Mývatnsöræfum og í Mývatnssveit og sést ekki nema í einstöku jarðvegssniðum. H5 er einnig frá Heklu komið og er hið neðsta af þeim fjórum þykku hvítu vikurlögum, sem sjá má í Ófærugili. í Mývatnssveit er það mjög óglöggt, aðeins ljóslitar jarðveginn f sumum sniðum, en liggur rétt undir brún- svörtu, sandgrófu lagi, sem hér er inerkt Z, en rétt ofan á þvi lagi er gulbrúnt fíngert lag, Y, sem líklcga er komið af Hekluslóðum. Aldur H5 hef ég áætlað 7500 ár í ritgerð

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.