Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 20
162
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
22. mynd. Suðausturveggur Ljótapolls. Lagskipting gígveggjanna sést greinilega.
Lengst til vinstri teygir sig þunn hraunsvunta niður eftir gígveggnum. — The SE
craterwall of the explosion crater Ljótipollur. The photo shows a stratification
of the crater wall and (to the left) a thin lava „aprorí1 formed by the running
together of molten erupted fragments. — Ljósm. S. Þórarinsson.
sniðið á 9. mynd og lnigsum okkur, að útlínur innri keilunnar og
innlínur þeirra ytri séu framlengdar, þar til er þær mætast í gígbotn-
inum, sjáum við, að ekki hefur mikið hrunið niður í gíginn, síðan
innri keilan hlóðst upp, en hún hefur vafalítið myndazt í lokahrinu
þess sama goss og myndaði aðalgíginn. Sú gosmöl, sem féll innan á
veggi aðalgígsins hefur því þegar verið skriðin niður í gíginn, er
gosinu lauk, m. ö. o. hún hefur skriðið niður í gíginn, meðan á gos-
inu stóð, eða jafnóðum og hún féll. Sama hefur skeð við myndun
sumra sprengigíganna á Landmannaafrétti, m. a. við myndun Ljóta-
polls oggígsins í Tjörvafelli. Þar hafa skúrir af glóandi hraunkleprum
myndað þunnar hraunsvuntur innan á gígveggjunum, er leið að lok-
um gossins (22. mynd), en gosmalarlögunum undir þessum svuntum
hallar nær eingöngu út á við. Sú gosmöl, sem féll innan á gígvegg-
ina, var því að mestu skriðin niður í gíginn áður en þessar hraun-
svuntur mynduðust.