Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 34
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Katt toft. C -ríTTTrjTT / /Heiit /oft / / ////// Kalt Loft ^ - 5 fl möí(ljój sjónarvotlur C=fljúqandt diikur fólk hafi séð ýmist rauðan eða bláan loga aftur úr þessum ímynduðu flygildum. Á mynd þeirri, sem hér fylgir, er sýnt, hvernig fljúgandi diskar verða til við endurkast ljósgeisla. Heita loftlagið á myndinni er fá- eina metra frá jörðu. A er ljósgjafinn, t. d. bíll með ljósum. Nokkrir geislar frá A lenda á heita loftláginu svo skáhallt, að þeir endur- kastast algerlega og berast til jarðarinnar aftur. Maður, sem staddur er í B, sér því ljósblett á himni í áttina til C. Um fjarlægðina til C getur hann ekki dæmt, frekar en menn geta t. d. dæmt um fjarlægð- ina til regnbogans. Ef A eða B er á hreyfingu, þá er C auðvitað líka á hreyfingu. Mismunandi heit og tiltölulega kyrr loftlög myndast helzt í mikl- um sólarhita og logni. Tökum t. d. loftlagið, sem sýnt er á mynd- inni, það hefur myndazt niður við jörð af hita sólargeislanna. En þegar dregið hefur fyrir sólina eða hún gengið til viðar, þá kólnar yfirborð jarðar skyndilega og þá bráðlega einnig loftið næst henni. Heita loftlagið þokast hægt og hægt upp á við, af því að það er léttara en kalda loftið, og þar með eru skilyrðin fengin til loftsspeglananna. Sé nú mikil bílaumferð, eins og líklegt má telja á góðviðriskvöldi, sérstaklega ef það væri nú líka laugardagskvöld, þá fer fyrirbrigðið í Washington, sem lýst var hér að ofan, ekki að verða eins dularfullt og það virtist í fyrstu. Próf. Menzel vann sem radar-sérfræðingur í síðasta stríði. Hann segist þekkja mörg dæmi frá þeim tíma, að misheit loftlög hafi trufl- að svo radarbylgjur, að það hafi blekkt starfsmennina. Hafi þeir jafnvel stundum talið, að óvinurinn væri á sveimi, þar sem svo við nánari aðgæzlu ekkert reyndist vera. Ljósgeislar og radargeislar haga sér mjög á sama liátt, og því ekki að undra, að vart verði svipaðra geislafyrirbrigða bæði í radartækjum og með berum augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.