Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 39
ÍSLENZKIR FUGLAR IV 179 björgin. Sem hreiðurstað velur fýllinn scr helzt skúta, gjár eða glufur í berginu, eða bekki og f!ár með talsverðuni gróðri (hvönn, skarfakál). Yfirleitt sækist hann eftir að verpa á gróðursælum stöðum í björgunum, og á slíkum stöðum er hreiðurskálin mjög greinileg og oft fóðruð með dálitlu af sinu. Oft eru þó hreiðrin á gróðurlausum stöð- um og tínir fuglinn þá jafnan smásteinvölur í hreiðrið. Eggið er oftast aðeins 1, snjó- hvítt að lit. Það er þó ekki óalgengt að finna hreiður með 2 eggjum, en engar sönnur hafa verið færðar fyrir því, að sami fugl hafi orpið báðum eggjunum í slíkum tilfell- um, og að minnsta kosti bendir margt til þess, að fuglinn liggi aðeins á öðru egginu og ungi því út. Útungunartíminn er talinn vera rúmar 7 vikur (6—8 vikur), og álíka langur tími líður unz unginn verður fleygur. Foreldrarnir liggja á egginu til skiptis og inata ungann meðan hann er ófleygur. Hér á landi fer fýilinn að verpa í kringum miðjan maí, og mun að mestu fullorpinn um 20. maí. Um eða upp úr 20. ágúst fer unginn að fara úr hreiðrunum og um miðjan september er venjulega allur fýll farinn úr björgum hér á landi. Eftir það sést ekki fýll á varpstöðvunum um nokkurt skeið, en fyrri hluta nóvember fer hann að vitja varpstöðvanna aftur öðru hverju, og verða þessar heimsóknir æ tíðari eftir því sem á líður veturinn. Sækir fýllinn einkum í björgin á veturna í hlákum og hlýviðrum, en sjaldnar í frosti. Má því segja, að fýilinn sé staðfugl hér á landi, enda þótt líklegt sé, að eitthvað af fuglinum, einkum ungfuglinn, færi sig eitthvað suður á bóginn á hafinu yfir hávcturinn. SUMMARY Icelandic Birds IV. The Fulmar (Fulmarus glacialis (L.)). At present the fulmar is a very common and widely distributed breeding bird in Ice- land. But this has by no means always been so. Many things indicate that 200—250 years ago tlie fulmar was a rare breeding bird in this country, but during the first half of the 18th century the Icelandic fulmar population seems to have started to increase, and tliis increase and a concomitant spread has continued to the present day. The earliest Icelandic sources mentioning the fulmar are Hallfreðar Saga (fúlmár) and Snorri's Edda (fýlingr), Iioth thought to liave been written down in the beginning of the 13th century. In Sigurður Stefánsson’s description of Iceand ((hialiscunque De- scriþtio Islandiae), dating from the last decade of the 16th century, and in a similar work by Gísli Oddsson (De Mirabilibus Islandiae) of 1638 the fulmar is mentioned as an Icelandic bird, and furthermore in a treatise by Jón Guðmundsson lærði (the Learned) on „Iceland’s Diverse Natures” of ca. 1640 the fulmar is said to be one of the species inhabiting bird-cliffs in Iceland. The first definite breeding-station of the ful- mar in Iceland is mentioned in 1713 in tlie Rental of Árni Magnússon and Páll Vída- lín wherc the catching of young fulmars for humán consumption on Grímsey is de- scribed. In 1753 Eggert Ólafsson and Bjarni Pálsson found the fulmar nesting in the Véstmannaeyjár and, in the work on their travels in Iceland, Grímsey and the Reykja- nes Islands are also mentioned as breeding-stations of the fulmar. Stróng arguments can be adduced to show that the fulmar had then relatively recently started to nest in the Vestmannaeyjar. A description of the Islands by Gizur Pétursson who was a parson there 1687—1713, contains a good survey of the birds. The fact that the fulmar is not mentioned there can hardly be due to any other reason than that the fulmar had then not started to breed there. It is not knotvn if other breeding-stations of the fulmar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.