Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 43
Steindór Steindórsson: Ný plöntutegund Botrycliium simplex — dvergtungljurt Hinn 5. sept. s.l. fann ég inni í Þjórsdrclal tungljurtartegund, sem ekki hefur áður fundizt liér á landi. Heitir hún Botrychium simplex Hitchc., og nefni ég hana dvergtungljurt á íslenzku. Helztu einkenni hennar eru: Smávaxin, Ijósgræn eða gulgræn planta 3—8 cm há. Grólausi blað- hlutinn stofnstæður eða því sem nær, heill eða með fáum, oft þremur, kringluleitum eða dálít- ið aflöngum flipurn, blaðhlutinn allur kringluleitur til egglaga, ætíð leggjaður, en leggurinn oft stuttur. Annars er lögun grólausa blaðhlutans og legglengdin all- breytileg. Gróbæri blaðhlutinn legglangur, leggurinn oftast dá- lítið sveigður, með fáunr, stutt- unr grógreinum, svo að gróskip- anin verður oft axleit. Dvergtungljurtin líkist dálítið smávaxinni tungljurt. Bezta ein- kennið er staða grólausa blað- hlutans, senr á tungljurt er ætíð um nriðju plöntunnar, eða heldur ofar, og ætíð legglaus, en á dverg- tungljurtinni er lrann stofnstæður, eða því senr nær, og leggjaður. Dvergtungljurtin í Þjórsárdalnum vex á tiltölulega nýlega grón- um, sendnunr þursaskeggsgræðum. í Skandinavíu vex hún í sendnu graslendi. Utan Skandinavíu hefur hún fundizt í Finnlandi, Rúss- landi, Dannrörku, Mið-Evrópu, Grænlandi og Norður-Ámeríku. En alls staðar er lrún talin sjaldgæf og sums staðar mjög sjaldgæf, t. d. í Grænlandi. Gegnir því nokkurri furðu, að hún skuli finnast hér á landi og það á þessunr stað. Akureyri, 30. sept. 1952.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.