Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 45
FORN ÞURSABERGSLÖG f HORNAFIRÐI
185
2. mynd. Þursabergið í Struntskeri. Dósin á myndinni er 4 sm í þvermál. —
The breccia in Struntsker. Diam. of the white box is 4 cm. — Ljósm. Jón Jónsson.
rúmlega 1 m þykkt. Neðri hluti skersins er úr setbergi, og verður
ekki séð, hve þykkt það lag er.
Síðastliðið sumar fann ég sams konar setberg víðar í Hornafirði.
Bergtegund sú, sem hér er um að ræða, er nánast eins konar þursa-
berg, en nokkuð er það mismunandi að útliti. í því er nresti ara-
grúi steina af öllum stærðunr, allt frá smávölum upp í heljarbjörg.
Millí steinanna er svo smágerðara efni, sem lrelzt virðist vera sand-
borinn leirsteinn. Bergsteypa þessi er nærri því eins hörð og basalt-
molarnir, senr í henni eru. Þó veðrast hún fljótar, og verða þá basalt-
hnullungarnir eftir (sbr. 3. mynd).
Víða eru steinarnir í bergi þessu nokkuð ávalir (2. mynd), og sunrs
staðar yfirgnæfa þeir. Hins vegar er líka nrikið af köntóttum steinum
í því, og sunrir þeirra eru jafnvel nreð hvössum brúnum. Litur bergs-
ins er nokkuð mismunandi. Víðast lrvar er það brúnleitt (Strunt-
sker), en sunrs staðar slær á það grágrænum lit (Fláar). í bergtegund
þessari er mismunandi mikið af fínu efni, og stundum er hún nær
eingöngu úr linöttóttu stórgrýti (konglomerat). Sunrs staðar er berg-