Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 47
FORN ÞURSABERGSLÖG í HORNAFIRÐI 187 4. mynd. Rispaður steinn úr þursaberg- inu við Stóra Leyni. — Striated boulder jrom the breccia la- yer at Stóri Leynir. Ljósm. Jón Jónsson. Ég fann þursaberg þetta norðan í Setbergsheiði, og nær það þar yfir allstórt svæði, er Fláar heitir. Dálítill klettur, senr nel’nist Mið- mundalnaun og stendur rétt við veginn niður af Setbergi, er úr þess- ari bergtegund (5. mynd). Sömuleiðis Tjarnahraun, Htil klettabrík sunnan við Hoffellsá og rétt norðan við veginn. Neðst í Ranagili kemur þetta berg líka fram, og uppi við Vörp, þar sem leið lá fyrrum úr Hoffellsdal austur í Lón, er það líka, og þar í hér um bil 540 m liæð’ yfir botni Hoffellsdals. Frá Fláum má fylgja því sem millilagi milli basaltlaganna suður eftir fjöllunum austan Nesjasveitar. Víðast livar er það 12—15 m þykkt, en fyrir kemur, að það er 30 og allt að 40 m þykkt. Basaltlögunum hallar hér eins og kunnugt er inn að landinu. Kemur því þursabergslagið því liærra í fjöllin sem sunnar dregur. Þó er hallinn ekki reglubundinn, og valda því misgengi hér og þar. Nálægt Setbergi nær lagið niður á jafnsléttu, í Stóra Leyni er það í rúmlega 400 m hæð. Dökku hamrarnir norðan og vestan í Ketil- laugarfjalli eru mestmegnis úr þessari bergtegund. Þar er lagið víða

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.